Efnið sem við notum er 30 sm af 90x90 mm stauraefni.
Við sögum staurinn niður í tvo búta. Sá stærri verður bíllinn og þarf að vera 20 sm langur. Sá minni verður sagaður niður í dekkin.
Notaðu mátið til að merkja upp hvar bíllinn verður sagaður.
Sagaðu formið í bandsög eða með bakkasög/handsög.
Sagaðu 1 sm breiða fjöl af báðum hliðum bílsins.
Sagaðu 1 sm fjöl aftan af bílnum.
Sagaðu fyrir pallinum. Hæð frá botni bíls upp að palli er 3 sm.
Notaðu afsagið úr pallinum til að búa til festingar fyrir dekkin. Kubbarnir þurfa að vera 1 x 3 sm og sama breidd og bíllinn (ca. 7 sm)
Sagaðu það sem eftir var af stóra kubbinum í 1.5 sm þykkar fjalir. Stærð á fjölum er eftir sögun 90 x 90 x 15mm.
Þessar fjalir borum við með 60mm dósabor eða sögum í hringi sem eru 6 sm í þermál.
Ef þú sagar dekkin er gott að teikna hringina með sirkli og bora miðjugötin áður en þú sagar.
Ef þú borar með dósabor þarf að stækka miðjugötin með 8mm bor eftir að þú borar dekkin með dósabornum.
Notaðu mátið og merktu hjólskálarnar á 1.5 sm þykku hliðarnar með blíanti.
Sagaðu bogana út í tifsög eða með laufsög.
Límdu hliðarnar og afturhlerann á bílinn með trélími. Klemmdu síðan saman með þvingum og þurrkaðu allt lím sem lekur með blautri tusku.
Gefðu líminu að minnsta kosti 30 mínútur til að festast vel.
Límdu kubbana sem festa dekkin undir bílinn með trélími.
Að framan er kubburinn 2 sm frá brúninni.
Að aftan er kubburinn 3 sm frá brúninni.
Notaðu bormátið til að merkja þar sem borað verður fyrir dekkjunum. Þegar við merkjum þá notum við síl og stingum grunn göt. Þessi grunnu göt verða stýringar þegar við borum alla leið í gegn.
Gott er að nota súluborvélina þar sem hún borar þráðbeint niður.
Pússaðu allan bílinn. Pússaðu öll horn og yfirborð til að gefa bílnum mjúka áferð. Byrjaðu með milligrófum sandpappír (80) og endaðu með fínum (120-150).
Það er fallegt að vaxbera bílinn eða lakka hann með glæru lakki til þess að æðarnar í timbrinu haldi sér.
Límdu 8mm dílana í tvö dekk með trélími. Þurkkaðu lím sem er ofaukið.
Stingdu dílunum í gegnum götin á bílnum.
Límdu seinni dekkin tvö á dílana. Þurrkaðu aukalímið í burtu með blautri tusku.
Stingdu dílunum í gegnum götin á bílnum.
Límdu seinni dekkin tvö á dílana. Þurrkaðu aukalímið í burtu með blautri tusku.
Þegar trélímið er þurrt er tilvalið að byrja að leika sér með nýja bílnum og kanna hvort hann sé ekki örugglega frábær :)