Efni: 95x95mm stauraefni
Trélím
8mm trétappar
2.5mm grillpinni
Verkfæri: Bandsög/handsög
Slípiband/þjalir og sandpappír
Borvél og 2.5mm og 8mm bor
Saga kubbinn í tvennt til að búa til botn og lok.
Saga 1,5 sm af hliðum kubbanna, fyrst á langhlið og síðan á skammhlið.
Saga 1,5 sm af miðjukubbunum til að búa til botn og topp
Pússaðu létt yfir alla íhlutina og límdu síðan úthliðar kassanna saman.
Þegar límið hefur harðnað skal pússa yfirborð hlutana vel og fjarlægja allar skarpar brúnir sem gætu hafa myndast við samsetninguna.
teiknaðu útlínu og gat á efni sem var afgangs úr niðursöguninni
Boraðu 8mm gat í gegnum kubbinn
Sagaðu út og pússaðu lamirnar
Sagaðu kubbinn í 6 jafn breiða hluta
Mátaðu lamirnar á kassann og boraðu 2,5mm göt þar sem þær eiga að festast á kassann.
Settu trélím undir lömina og hamraðu síðan bút af grillpinnanum í gatið sem þú boraðir.
Endurtaktu á öllum hinum þremur hlutunum. passaðu að bilið á milli hlutanna sé nóg fyrir topplömina.
Mátaðu topplömina við og merktu ef þarf að stytta hana.
Festu lömina eins og hinar með því að bora, líma og hamra pinna í gegnum gatið.
Lagaðu til alla hluta kistunnar, eins og að pússa festipinna í lömum, stytta 8mm pinnana í lömunum, passa að lamirnar passi rétt og kistan opnist rétt.
Þegar allt er tilbúið má vaxbera kistuna eða lakka hana að vild.