Myndin er af flautu sem teiknuð var í Tinkercad.
Myndin er af Flashforge Pro2 að 3D prenta flautu.
Þrívíð útprentun er uppbyggingaraðferð þar sem bráðið plast er notað til að byggja þrívíða hluti. Þrívíddarprentari bræðir hlutinn saman í lögum, frá botni og upp. Hvert lag er um það bil 0,2 mm á þykkt.
Þrívíddarprentarar (3D prentarar) eru tæki sem framleiða þrívíð form úr stafrænum gerðum með því að leggja efni í lög. Þessi tækni, oft kölluð viðbótarframleiðsla (additive manufacturing), gerir notendum kleift að búa til flókin form sem eru erfitt eða ómögulegt að framleiða með hefðbundnum aðferðum.
Tæknin hefur breiða notkun. Hún er nýtt í iðnaði til að búa til frumgerðir, í heilbrigðisvísindum til að prenta líkamshluta, og í byggingarlist til að hanna líkan af mannvirkjum. Hún er einnig vinsæl í Fab Lab smiðjum þar sem einstaklingar geta prentað ýmsa hluti, allt frá verkfærum til listaverka.
Þrívíddarprentun býður upp á mikla möguleika til nýsköpunar þar sem hver sem er getur hannað og framleitt hluti heima, án flókinna véla. Tæknin sparar efni og getur framleitt sérsniðnar vörur á fljótlegan og hagkvæman hátt.
Þrívíddarprentun ferli byrjar með stafrænu líkani, venjulega búið til í tölvuhönnunarforritinu Tinkercad.
Þú getur lært að teikna og hanna í Tinkercad með því að smella hér
Þegar við höfum lokið við að teikna í Tinkercad og þrívíddarmyndin okkar tilbúin til þrívíddarprentunar þarf að færa myndina úr Tinkercad yfir í forritið sem stýrir þrívíddarprentaranum. Í Stapaskóla eru tveir Flashforge prentarar og einn Creality prentari.
Ein aðferð er notuð til að færa myndina úr Tinkercad yfir í PC tölvuna í Snillismiðjunni.
Efst í hægra horni á Tinkercad forritinu eru skipanahnappar. Smelltu á Export til að senda skránna úr Tinkercad.
Þegar þú smellir á Exporthnappinn getur þú valið nokkrar mögulegar skrárgerðir. Til að flytja út þrívíddarmynd smelltu á .STL hnappinn.
Opnið Download möppuna í PC tölvunni.
Þar ætti myndin sem sótt var í Tinkercad forritið að vera efst, nýjasta skjalið.
Í PC tölvunni í Snillismiðjunni ætti skjalið að opnast beint í Flashforge forritinu.
Þegar smellt er á þennan hnapp má sjá nöfn þeirra skjala sem vafrinn hefur sótt frá Tinkercad forritinu.
Líkanið er síðan sneitt í þunnar skífur eða lög með sérstökum hugbúnaði. Prentarinn býr síðan til hlutinn lag fyrir lag með því að bræða eða líma saman efni, eins og plast (algengast er PLA eða ABS), málm, kvoðu, eða jafnvel lífræn efni.