Samræðustofnar eru setningahlutar eða eins konar byggingareiningar námsumræðu sem nemendur geta nýtt til að tjá sig með skýrum og uppbyggilegum hætti. Hægt er að hugsa um samræðustofnana sem einskonar verkfæri sem hjálpa nemendum að fara á dýptina, taka virkan þátt í samræðu, færa rök fyrir máli sínu, tengja hugmyndir og sýna virka hlustun.
Ef samræður eru æfðar reglulega og notkun samræðustofna kennd markvisst verður tjáning nemenda bæði meiri og innihaldsríkari. Nemendur öðlast orðaforða og læra að nota setningar sem styðja við dýpri röksemdafærslur og betri viðbrögð við hugmyndum samnemenda. Nemendur læra smám saman að nota tungumálið sem tæki til að hugsa og skilja – ekki bara tjá. Samræður til náms auka virka þátttöku, efla málvitund og styrkja námsumhverfi þar sem orð og hugsun fléttast saman í lifandi samtal.
auðvelda nemendum að hefja samræður,
örva hugsun nemenda með því að beina athygli þeirra að rökum, skýringum, samanburði eða tengingum,
hjálpa nemendum að taka þátt í samræðum á uppbyggilegan hátt, t.d. með því að vera læra að hægt er að vera ósammála án átaka,
stuðla að jafnari þátttöku, sérstaklega fyrir nemendur með annað móðurmál eða minni munnlega færni.
Samræðustofnar til þess að skilja betur
Samræðustofnar til þess að bæta við það sem sagt er
Samræðustofnar þegar við viljum hvetja aðra til þess að hugsa meira um það sem þeir sögðu
Þegar þú sagðir ________________, þá skildi ég ekki...
Getur þú útskýrt...
Ég var að velta fyrir mér...
Getur þú útskýrt fyrir mér hvað þú meinar á annan hátt en þú gerðir?
Ég er með spurningu um...
Ég held líka ...
Hefur þú hugsað um...
Ég er sammála / ósammála af því að...
Ég hugsaði / mér leið___________ eftir að þú sagðir...
Mér líkaði það sem þú sagðir um...
Þetta er mjög líkt / ólíkt því sem...
Þetta minnir mig á...
Til að bæta við það sem þú sagðir...
Ég er sammála þér en mér finnst líka...
Er einhver hér sem hugsaði...
Hvað finnst þér um...
Hvernig myndi ÞÉR líða ef...
Ég var að velta því fyrir mér ef...
Hvað ef...
Ég skil sjónarhornið þitt en samt sem áður þá...
Af hverju finnst þér...
4–5 samræðustofnar eru lagðir inn í einu
Nemendur fá sýnikennslu í hvernig á að nota þá
Samræðustofnarnir æfðir í samtölum við kennara, í pörum og litlum hópum.
Samræðustofnarnir eru sýnilegir á veggjum skólastofunnar, á borðum eða á spjöldum sem nemendur geta haft hjá sér.
Dæmi:
Röksnillingur: „Ég held að... vegna þess að...“
Gagnrýnandi: „En hvað ef...?“, „Er þetta alltaf satt?“
Hugsanasmiður: „Þetta minnir mig á...“, „Ég tengi þetta við...“
(sjá meira um samræðuhlutverk í valmyndinni efst á síðunni)
Gefðu ákveðin markmið: „Notið að minnsta kosti tvo samræðustofna í samtalinu.“