Það er mikilvægt að setja upp á töflu, bæði sjónrænt og texta, skrefin sem þarf að fara til geta tekið þátt í ábyrgri samræðu.
Hlusta á félagann (þann sem er að segja frá).
Ef þú skilur ekki það sem viðkomandi var að segja þá skaltu biðja hann um að útskýra betur.
Veldu samræðustofn sem hentar til þess að biðja félagann að útskýra betur:
Þegar þú sagðir _______, þá skildi ég ekki ...
Getur þú útskýrt ...?
Ég var að velta fyrir mér ...
Getur þú útskýrt hvað þú meinar á annan hátt en þú gerðir?
Ég er með spurningu um …
Því næst tekur kennarinn ásamt öðrum fullorðnum 1-2 dæmi um það hvernig við notum samræðustofnana.
Hér er dæmi sem hægt er að nota til þess að sýna nemendum hvernig við notum samræðustofna til þess að skilja betur það sem sagt var.
Fullorðinn 1:
Ég ætla að búa til afmæliskort sem er í þrívídd fyrir frænku mína. Mér datt í hug að teikna átta blöðrur og láta þær vera í þrívídd og svo ætla ég að nota alls konar efni til þess að búa til afmælispakka og líma á kortið þannig að það verði þá bæði með blöðrum í þrívídd og afmælispökkum.
Fullorðinn 2:
Þegar þú sagðir að þú ætlaðir að hafa blöðrurnar í þrívídd, þá skildi ég ekki hvernig þú ætlar að gera það.
Eða...
Ég var að velta því fyrir mér hvernig þú ætlar að gera blöðrurnar á kortið í þrívídd?
Þið getið æft nemendur með því að biðja þá um að segja frá því hvernig afmæliskort myndu þeir gera ef þeir væru að fara í afmæli. Ef sá sem er að hlusta skilur ekki hvernig viðkomandi ætlar að gera afmæliskortið þá verður að hann að spyrja og nota til þess samræðustofna (eða nemendur mega líka segja frá einhverju sem þá langar að gera og ef sá sem hlustar skilur ekki þá spyr hann með því að nota samræðustofna).