Það er mikilvægt að setja upp á töflu, bæði sjónrænt og texta, skrefin sem þarf að fara til geta tekið þátt í ábyrgri samræðu.
Hlusta á félagann (þann sem er að segja frá)
Ákveddu hvort að þú sért sammála eða ekki
Segðu svo skoðun þína og rökstuddu (af hverju segir þú það)?
Veldu svo samræðustofn út frá því sem þú ætlar að segja:
Ég er sammála þér af því að …
Ég er ósammála þér af því að…
Ég held líka …
Hefur þú hugsað um …
Ég hugsaði / mér leið _____ eftir að þú sagðir …
Mér líkaði það sem þú sagðir um …
Þetta er mjög líkt / ólíkt því sem …
Þetta minnir mig á …
Til að bæta við það sem þú sagðir …
Ég er sammála þér en mér finnst líka …
Því næst tekur kennarinn ásamt öðrum fullorðnum 1-2 dæmi um það hvernig við notum samræðustofnana.
Hér er dæmi sem hægt er að nota til þess að sýna nemendum hvernig við notum samræðustofna svo að við getum bætt við það sem sagt er.
Fullorðinn 1:
Mér finnst svo spennandi þegar ég veit að mamma og pabbi eru búin að fela pakka heima eins og t.d. afmælisgjöfina mína. Ég fer alltaf og leita af pakkanum og kíki ofan í hann þegar þau vita ekki af því. Mér finnst það allt í lagi því ég er hvort sem er að fá þennan pakka.
Fullorðinn 2:
Ég er sammála þér af því að það er allt í lagi að skoða pakka sem maður á svo sjálfur að fá eftir bara nokkra daga.
Eða...
Ég er ósammála þér af því að maður á ekki að skoða pakkana sem ekki er búið að gefa manni þó svo að maður fái þá seinna. Ég vil heldur ekki vita hvað ég fæ í pakkanum, ég vil láta koma mér á óvart.
Þið getið æft nemendur með því að biðja þá um að taka afstöðu til sama efnis.