Það er mikilvægt að setja upp á töflu, bæði sjónrænt og texta, skrefin sem þarf að fara til geta tekið þátt í ábyrgri samræðu.
Hlusta á félagann (þann sem er að segja frá)
Veltu því fyrir þér hvað það er sem þú vilt að félaginn skoði betur eða hugsi meira um og biddu hann um að velta fyrir því fyrir sér
Veldu samræðustofn sem hentar til þess að biðja félagann velta því betur fyrir sér því sem hann sagði:
Hvað finnst þér um …
Ég var að velta því fyrir mér ef …
Hvernig myndi ÞÉR líða ef …
Hvað ef …
Af hverju finnst þér …
Ég skil sjónarhornið þitt en samt sem áður þá …
Er einhver hér sem hugsaði …
Því næst tekur kennarinn ásamt öðrum fullorðnum 1-2 dæmi um það hvernig við notum samræðustofnana.
Hér er dæmi sem hægt er að nota til þess að sýna nemendum hvernig við notum samræðustofna svo að við getum bætt við það sem sagt er.
Fullorðinn 1:
Ég ætla að halda upp á afmælið mitt eftir tvær vikur. Ég ætla að bjóða öllum í bekknum nema Jóni, Húgó og Mars.
Fullorðinn 2:
Hvernig myndi þér líða ef einhver í bekknum væri að halda upp á afmælið sitt og býður eiginlega öllum nema þér?
Eða...
Hvað ef þú býður þeim líka svo að allir fái vera með í afmælinu?
Þið getið æft nemendur með því að biðja þá um að taka afstöðu til sama efnis.