Til að kenna ábyrga samræðu er hægt að nota samræðuhlutverk. Hlutverkin hjálpa nemendum að festa samtalsvenjur í sessi, þjálfa nemendur í að gegna mismunandi hlutverkum í samræðu og hjálpa þeim að æfa bæði virka hlustun og tjáningu. Með því að gefa nemendum hlutverk fá þeir skýrari ábyrgð í hópnum.
stýra flæði samræðunnar,
tryggja að allir taki þátt,
þjálfa mismunandi tegundir hugsunar og tjáningar.
Endursegir og dregur saman það sem hefur verið rætt og skapar yfirsýn
„Getum við dregið saman hvað við erum búin að ræða?“
Útskýrir, færir rök fyrir því sem rætt er og styður hugmyndir með gögnum eða röksemdum
„Ég held þetta vegna þess að…“
Spyr gagnrýnna spurninga, setur fram mótrök til að dýpka umræðuna
„En hvað ef við hugsum þetta öðruvísi?“
Skráir niður helstu hugmyndir, rök og niðurstöður hópsins
„Ég skal skrá niður lykilatriðin.“
Tengir umræðuefnið við fyrra nám, bakgrunnsþekkingu og reynslu
„Þetta minnir mig á það sem við lærðum í síðustu viku.“
Kynnir helstu niðurstöður samræðunnar
„Við ræddum um... og komumst að...“
Byrjað er á að kenna nemendum hlutverkin með einföldum dæmum og æfingum. Því næst er nemendum skipt í hópa og þeim úthlutað hlutverki, hægt er að skipast á að sinna hlutverkunum.
Gott er að skoða samræðustofnana með nemendum áður en umræðan hefst og skoða hvaða stofna er hægt að nota með hvaða hlutverki til að koma samræðum af stað og halda þeim gangandi.
Með tímanum verða hlutverkin óformleg og nemendur taka sjálfir að sér hlutverk eftir þörfum umræðunnar.