5. bekkur fór í mjög svo skemmtilega heimsókn í Árbæjarsafnið í desember. Þar fengu nemendur innsýn í hvernig jólahald var á Íslandi árið 1968. Þetta var vægast sagt alveg frábær heimsókn. Fyrirlesarinn var einstaklega skemmtilegur og hélt athygli krakkanna allan tímann. Hópurinn fékk svo að leika sér í leikjum sem börn léku sér gjarnan í síðustu klukkustundirnar áður en jólin voru hringd inn. Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi svifið hressilega yfir vötnum þessa hátíðlegu stund í Árbæjarsafni.