Kennarar á miðstigi eru þetta skólaárið á framhaldsnámskeiði um læsi og ritun frá Háskólanum á Akureyri. Nemendur eiga að kynnast mismunandi textaskrifum og í náttúrufræði skrifuðu sjöundu bekkingar sannfæringartexta sem tengdist loftmengun. Hér er ein grein eftir tvo stráka í 7. bekk:
Loftmengun flugelda
Flugeldar eru ekki góðir vegna eiturefna sem í þeim eru. Við erum heppin hér á Íslandi því það er ekki það mikið notað að jafnaði af þeim hér. En á gamlárskvöldi er skotið mjög mikið upp af flugeldum. Þeir skapa gríðarlega mikla mengun í andrúmsloftinu. Fólk verður veikt ef það er sprengt of mikið og dýr verða hrædd í hávaðanum.
Það ætti að vera bannað að kaupa mikið af flugeldum í einu og terturnar ættu bara að vera litlar. Tveir flugeldar og terta á að vera nóg fyrir eina fjölskyldu og björgunarsveitarmenn ættu að fylgjast með hvað fólk kaupir mikið.Fjölskyldur ættu að kaupa nóg af öryggisgleraugum og gæta fyllsta öryggis þegar skotið er upp.
Flugeldar geta líka skemmt bíla þegar það er sprengt nærri þeim eða þegar rakettur falla úr mikilli hæð. Þá getur mengun komið inn í bíla og hús þegar þau eru opin.
Flugeldar eru í raun sprengjur sem eru sprengdar upp í loft. Þeir gera ekki jafn mikið mein og kjarnorkusprengjur eða aðrar stórar sprengjur. En þeir eru samt alls ekki góðir vegna margra hluta. Þeir menga vatn, loft og jarðveg og geta þannig veikt lífverur eða drepið. Einnig tengist plast þeim og það er einnig skaðlegt náttúrunni. Þannig skapa flugeldar hættu fyrir öll vistkerfi jarðarinnar.