7. bekkur ákvað að gera sér glaðan dag í desemberbrjálæðinu og skella sér á skauta. Ferðinni var heitið í Egilshöllina með strætó í grenjandi rigningu og miklum kulda en það var nú bara hressandi á þessum fína föstudagsmorgni. Bekkurinn mætti í Egilshöllina og þar var honum boðið upp á diskó á skautasvellinu í rúmlega klukkutíma og svo pizzaveislu í hádegismat. Þetta var alveg frábær skemmtun og bekkurinn hafði ótrúlega gaman að þessu kærkomna uppbroti svona rétt fyrir jólafrí.