Nemandi í 7. bekk í Hvassaleitisskóla kynntist prjónavél í byrjun skólaársins og ákvað í framhaldinu að prjóna sokka handa öllum bekkjarfélögum sínum. Verkefnið tók nokkurn tíma, en að lokum tókst honum að ljúka við sokkana, pakka þeim inn og afhenda bekkjarfélögum sínum og kennurum sem jólagjafir. Gjöfin vakti mikla ánægju og þótti bæði persónuleg og skemmtileg.