Skólastjórinn
Skólastjórinn
Rithöfundurinn og leikarinn, Ævar Þór Benedithsson, kom í heimsókn til okkar í desember og las upp úr nýjustu bókinni sinni fyrir nemendur í 4. - 7. bekk. Bókin heitir Skólastjórinn og hefur hún verið þaulsetin í toppsæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda undanfarnar vikur. Bókin hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, auk þess sem hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár.
Í lokin fengu krakkarnir svo að koma með tillögu um hvað þau myndu vilja breyta í Hvassaleitisskóla ef þau væru skólastjórar. Það komu nú ýmsar athyglisverðar tillögur fram og meðal annars vildu nemendur mála veggi skólans með öðruvísi lit, byrja seinna á morgnanna og gera breytingar á matseðlinum í mötuneytinu.