Samfélagslöggan heimsótti skólann í desember en það er forvarnaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk. Nemendur fengu fræðslu og glaðning frá löggunni og spurðu mjög fjölbreyttra og skemmtilegra spurninga.
Við þökkum Samfélagslöggunni fyrir komuna og sérstaklega fyrir að kíkja út á skólalóð í hádegishléinu þegar þurfti að greiða úr minniháttar ágreiningsmálum.