Söngur á sal

Nemendur í 3.bekk hafa verið svo heppnir að fá einn tíma í viku fyrir TTS (Tónlist, tjáning og söngur) undir leiðsögn Jóhönnu Halldórsdóttur í vetur. Krakkarnir sungu þau lög sem þeir hafa æft á sal skólans fimmtudaginn 11. desember fyrir nemendur í Hvassó og foreldra nemenda í 3.bekk við undirleik Jóhönnu. Lögin heita Fór ég inn í fagran dal, Takk og Þess eins ég óska mér og í lokin söng svo allur salurinn með í jólalaginu Snjókorn falla.