Nemendur í 1. og 3. bekk gerðu sína útgáfu af kærleikskúlunni.
Kærleikskúlan er orðin hluti af íslenskri jólahefð. Hvert verk gleður augað og vekur fólk til umhugsunar, en að auki rennur allur ágóði af sölunni til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.