Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir komu í heimsókn til okkar í skólann og lásu upp úr bókinni Jólabókaormurinn fyrir 1. - 3. bekk.
Gunnar og Yrsa hafa getið sér gott orð fyrir ólíkar barnabækur. Þau eru líka hjón og eiga sjálf þrjú börn sem þau lesa mikið fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem þau skrifa bók saman enda er þeim annt um að enginn í þeirra fjölskyldu fari í jólabókaorminn.