Jólabókalestur
Jólabókalestur
Á annað hundrað nemendur í Hvassaleitisskóla hafa lesið fimm jólabækur eða meira og fengið viðurnefni gamalla jólasveina, jólasnóta eða jólasystra á jólabókamerkið sitt. Meðal þeirra jólasveinanafna sem hafa verið dregin oftast úr jólahattinum eru Fannafeykir, Kleinusníkir, Baggalútur, Skyrjarmur, Svellabrjótur, Pottasleikir, Flotgleypir, Lummusníkir, Þambarskelfir, Smjörhákur og Lampa-Skuggi. Jólasnótirnar Glitblinda, Sokka-Skaði, Lyklakrækja, Tætla, Rauðsokka og Kórgaula hafa verið mikið teknar og Jólasysturnar Svangatöng, Kortasníkja, Áttavillt, Töskubuska, Litla ljós, Bjalla og Fantasía hafa notið mikilla vinsælda.
Hér eru myndir af nokkrum lestrarhestum með bókamerkin sín.