Hér á þessari síðu er að finna upplýsingar um Davíð skáld Stefánsson sem allir hóparnir ættu að kynna sér.
Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal.
Hér á þessari slóð Wikipedia eru að finna upplýsingar um pabba Davíðs og móðurhttp://is.wikipedia.org/wiki/Stef%C3%A1n_Baldvin_Stef%C3%A1nsson
Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915–1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919, en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið "Svartar fjaðrir".
Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, m.a. í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.
Davíð fluttu í hús sitt að Bjarkarstíg árið 1944 á þessari síðu safnkennsla.akureyri.is má sjá myndir úr Davíðshúsi https://sites.google.com/site/safnakennsla/um-davidh
Hér er að finna margt um Davíð og Davíðshús http://www.skaldhus.akureyri.is/dshusa.html
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lést á Akureyri þann 1. mars árið 1964. Hann er jarðaður á Möðruvöllum í Hörgárdal en þar hvíla einnig foreldrar hans og önnur ættmenni.
Á síðu Wikipedia má finna ýmsan fróðleik um Davíð og verk hans:http://is.wikipedia.org/wiki/Dav%C3%AD%C3%B0_Stef%C3%A1nsson
Ljóðabækur
Svartar fjaðrir, 1919
Kvæði, 1922
Kveðjur, 1924
Ný kvæði, 1929
Í byggðum, 1933
Að norðan, 1936
Ný kvæðabók, 1947
Ljóð frá liðnu sumri, 1956
Í dögun, 1960
Síðustu ljóð, 1966 (kom út að Davíð látnum
Leikrit og skáldsögur:
Munkarnir á Möðruvöllum, 1926
Gullna hliðið,
Sólon Íslandus I-II, 1941 (Skáldsaga sem byggð er á ævi Sölva Helgasonar. Hér á þesssari síðu má finna fróðleik um Sölva Helgason. http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B6lvi_Helgason
Sölvi þráði heitt að verða mikilsvirtur vísinda- og listamaður og taldi sjálfan sig bera af í gáfum og andagift. Hann mun vera einn frægasti flakkari Íslands.
Vopn guðanna, 1944
Landið gleymda, (frumsýnt árið 1953 en gefið út 1956).
Hér á þessari slóð á youtube má horfa á áhugaverðan þátt um Davíð Stefánsson
http://www.youtube.com/user/eyglob?blend=23&ob=5#p/u/0/Q1GTwJQU0mE
Foreldrar Davíðs, Ragnheiður Davíðsdóttir og Stefán B. Stefánsson
"Davíð Stefánsson fimmtugur" er grein um Davíð eftir Halldór Kiljan Laxnes. Þar segir: Þetta kvæði "Sestu hérna hjá mér" var allt öðruvísi en hin kvæðin. Það var einhver tónn í því sem ekki fannst hjá hinum skáldunum. Þó var þessi tónn alveg óherskár gagnvart öðrum skáldum sundurgerðarlaus og heiðarlegur, en mjög nærgengur vegna innileika síns, og hver sem las þetta litla kvæði án fordóma hlaut að verða snortinn. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3275915
Þessi grein birtist í lesbók Morgunblaðsins þegar Davíð varð 60: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3282335
ÆSKA OG ÆSKUSTÖÐVAR er grein á netinu eftir Gísla Jónsson sem var fyrst birt Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 1995. þar segir frá uppvexti Davíðs, æskuheimili, skólanámi, veikindum og svo þeirri ákvörðun hans, sem fram kemur í bréfi til Ólafar húsfreyju á Hraunum þegar hann er 19 ára, að hann ætlar að verða skáld.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=173806
Davíð Stefánsson
Gullna hliðið
Heimildir
Gísli Jónsson, „Aldarafmæli Davíðs Stefánssonar“, Lesbók Morgunblaðsins 70. árg. 3. tbl., 21. janúar 1995, bls. 1. Sótt 21. apríl 2011 af
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=173806
Halldór Kiljan Laxnes, " Davíð Stefánsson fimmtugur", Lesbók Morgunblaðsins xx árgangur 3. tbl., 21. janúar 1945. Sótt 26. apríl 2011 af http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3275915
Lesbók Morgunblaðsins xxx árgangur 4. tbl., 30. janúar 1955. Sótt 26. apríl 2011 af http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3282335
YouTube. Sótt 21. apríl 2011 af
http://www.youtube.com/user/eyglob?blend=23&ob=5#p/u/0/Q1GTwJQU0mE
Safnkennsla í Listagilinu. Sótt 22. apríl 2011 af https://sites.google.com/site/safnakennsla/um-davidh
Skáldahús Akureyri. Sótt 24. apríl 2011 af http://www.skaldhus.akureyri.is/dshusa.html
wikipedia frjáls alfræðiritið. Sótt 22. apríl 2011 af http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B6lvi_Helgason
wikipedia frjáls alfræðiritið. Sótt 22. apríl 2011 af http://is.wikipedia.org/wiki/Stef%C3%A1n_Baldvin_Stef%C3%A1nsson
Myndir
Foreldrar Davíðs. wikipedia frjáls alfræðiritið. Sótt 22. apríl 2011 af http://is.wikipedia.org/wiki/Stef%C3%A1n_Baldvin_Stef%C3%A1nsson
Davíð Stefánsson. Sótt 22.apríl 2011 af http://wiki.khi.is/images/thumb/d/d0/David_stefansson.gif/180px-David_stefansson.gif
Gullna hliðið. Sótt 22. apríl 2011 af http://www.leikminjasafn.is/syning/myndir/akgullna.jpg