Hópur eitt: Nemendur kynna sér vefleiðangur og lesa "Svartar fjaðrir" og skrifa stutta greinargerð um ljóðagerð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn á einnig að bera saman nútímaljóðagerð (þið megið velja það nútímaskáld sem þið viljið) við ljóð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn velur nokkur ljóð til að lesa á skáldakvöldi bæði eftir Davíð og það nútímaskáld sem hópurinn velur.
a) Skiptið ljóðabókinni í fjóra hluta, hvert ykkar velur eitt ljóð sem ykkur þykir áhugavert til að lesa upp á skáldakvöldi. Einnig skuluð þið skoða netleiðangurinn vel.
b) Skrifið saman stutta greinargerð um ljóðagerð Davíðs.
c) Veljið eitt nútímaskáld til að fjalla um og skrifið stutta greinargerð um hvað sameinar skáldin og hvernig eru þau ólík.
d) Ákveðið hvernig þið viljið kynna verkefnið ykkar á skáldakvöldi og munið að æfa ykkur vel!
Hópur tvö: Kynnir sér vefleiðangur um Davíð stefánsson les skáldsögur Davíðs "Sólon Íslandus" um Sölva Helgason og veltir fyrir sér hvað fólst í því að vera förumaður eða flakkari og skrifar stutta grein um Sölva Helgason sem hópurinn les á skáldakvöldi. Tilvalið að sýna myndir af listaverkum eftir Sölva meðan lesið er upp. Ef ykkur finnst of mikið að lesa alla bókina er upplagt að þið skiptið með ykkur verkum við lesturinn. skiptið bókinni í 4 hluta og hver ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum hluta.
a) Skiptið bókinni í 4 hluta og hvet ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum hluta.
b) Ræðið um og hugleiðið hvað fólst í því að vera förumaður og hvers vegna Sölvi Helgason valdi sér þetta flökkulíf.
c) Hvernig skáld er Davíð og hvernig finnst ykkur orðin sem hann notar?
d) Ákveðið hvernig þið viljið kynna verkefnið ykkar á skáldakvöldi og munið að æfa ykkur vel.
Hópur þrjú: Kynnir sér vefleiðangur og les "Snert hörpu mína" bók Friðriks Olgeirssonar um Davíð og skrifar úrdrátt um ævi Davíðs sem hópurinn les á skáldakvöldi, einnig tilvalið að sýna nokkrar myndir meðan lesið er upp. Ef ykkur finnst of mikið að lesa alla bókina er til valið að þið skiptið með ykkur verkum við lesturinn skiptið bókinni í 4 hluta og hver ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum hluta.
a) Skiptið bókinni í 4 hluta og hver ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum.
b) Ræðið um og hugleiðið hvað fólst í því að vera skáld á Akureyri um miðbik síðustu aldar.
c) Hvernig skáld er Davíð?
d) Ákveðið hvernig þið viljið kynna verkefnið ykkar á skáldakvöldi. Mikilvægt að æfa sig vel.
Hópur fjögur: Fer í Davíðshús og skrifar greinagerð um heimili Daviðs einnig er tilvalið að fjalla um málverkin sem prýða heimili hans en þar er að finna stórt verk eftir Sölva Helgason sem hangir í holinu og mörg myndverk eftir Kjarval auk þjóðsagnateikninga Ásgríms Jónssonar. Á skáldakvöldinu á hópurinn að segja frá heimilinu hans og þá er tilvalið að sýna myndir um leið og fyrirlesturinn er fluttur. Á þessu póstfangi pantið þið leiðsögn í Davíðshúsi mailto:safnkennsla@akureyri.is
a) Hópurinn fer í heimsókn í Davíðshús og tilvalið að fá leiðsögn og upplýsingar um myndverk á veggjum og aðra muni í húsinu. Fáið leyfi til að taka myndir.
b) Skoðið vefleiðangurinn vel.
c) Skiptið með ykkur verkum þannig að annar hópurinn skrifar um húsið og hebergin en hinn hópurinn skrifar um málverkin og aðra muni í húsinu.
d) Skipuleggið og æfið kynninguna ykkar fyrir skáldakvöldið .
Davíð skáld Stefánsson
Davíð Stefánsson
Heimildir
Ljósmynd af Davíð Stefánssyni efri sótt 25. apríl 2011 af http://www.skaldhus.akureyri.is/ds-skaldogljod.html
Ljósmynd af Davíð Stefánssyni efri sótt 25. apríl 2011 af http://www.skaldhus.akureyri.is/ds-ums.html