Námsmat miðar að því að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstökum nemendum eða hópum gengur að ná settum markmiðum. Megintilgangur námsmats er því sá að afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja til að leggja sig enn betur fram.
Frammistaða ykkar í þessu verkefni verður metin á tvenns konar hátt. Einstaklingsvinnubrögð verða skoðuð og þá þessir þættir skoðaðir sérstaklega:
Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
þekking og skilningur
Vandvirkni og áhugi
Úrvinnsla verkefnis og kynning
Einnig verður vinna hópsins metin sem ein heild, þess vegna er nauðsynlegt að allir í hópnum vinni vel og samstaða sé innan hópsins við vinnuna. Við matið á hópnum verða eftirfarandi þættir skoðaðir:
Frumleiki
Samvinna
Vandvirkni
Umræður og áhugi
Framsögn og kynning verkefna á skáldakvöldi
Úrvinnsla verkefnis
Framfarir
Davíð Stefánsson
Heimildir
Mennta og menningarmálaráðuneitið/Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti bls. 16 sótt 22. apríl 2011 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/3953
Mynd sótt 25. apríl 2011 af http://www.skaldhus.akureyri.is/ds-idx.html