Bekknum verður skipt í 4 hópa og mun kennarinn ákveða hvernig sú skipting fer fram. Verkefni hópanna eru eftirfarandi:
Hópur eitt: Kynnir sér vefleiðangur um Davíð og les "Svartar fjaðrir" og skrifa stutta greinagerð um ljóðagerð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn á einnig að bera saman nútímaljóðagerð (þið megið velja það nútímaskáld sem þið viljið) við ljóð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn velur nokkur ljóð til að lesa á skáldakvöldi bæði eftir Davíð og það nútímaskáld sem hópurinn velur. Gyrðir Elíasson er áhugavert nútímaskáld á þessum vef "Sögueyjan Ísland"eru upplýsingar um hann.http://www.sagenhaftes-island.is/islenskar-bokmenntir/hofundar/nr/134
Hópur tvö: Kynnir sér vefleiðangur um Davíð og les skáldsögu Davíðs "Sólon Íslandus" um Sölva Helgason og veltir fyrir sér hvað fólst í því að vera förumaður eða flakkari og skrifar stutta grein um Sölva Helgason sem hópurinn les á skáldakvöldi. Tilvalið að sýna myndir af listaverkum eftir Sölva meðan lesið er upp. Ef ykkur finnst of mikið að lesa alla bókina er til valið að þið skiptið með ykkur verkum við lesturinn, skiptið bókinni í 4 hluta og hver ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum hluta .
Hópur þrjú: Kynnir sér vefleiðangur um Davíð og les "Snert hörpu mína" bók Friðriks Olgeirssonar um Davíð og skrifar úrdrátt um ævi Davíðs sem hópurinn les á skáldakvöldi, einnig tilvalið að sýna nokkrar myndir meðan lesið er upp. Ef ykkur finnst of mikið að lesa alla bókina er tilvalið að þið skiptið með ykkur verkum við lesturinn, skiptið bókinni í 4 hluta og hver ykkar les og skrifar úrdrátt úr sínum hluta .
Hópur fjögur: Kynnir sér vefleiðangur um Davíð og fer í Davíðshús og skrifar greinargerð um heimili Daviðs og tilvalið að fjalla um málverkin sem hanga á heimili hans t.d. stórt verk eftir Sölva Helgason sem hangir í holinu eða málverkið í stofunni eftir Kjarval. Á skáldakvöldinu segir hópurinn frá heimili Davíðs og tilvalið að sýna myndir um leið. Á þessu póstfangi pantið þið leiðsögn í Davíðshúsi mailto:safnkennsla@akureyri.is
í kennslustundunum munu hóparnir ræða um verkefnin og framvindu og segja frá hugleiðingum sínum.
Í lokin veður haldið skáldakvöld í Deiglunni þar sem hver hópur kynnir verkefnin sín. Tilvalið að þið skiptið með ykkur verkum við upplestur á skáldakvöldi. GANGI YKKUR VEL OG GÓÐA SKEMMTUN!
Móðir Davíðs Ragnheiður Davíðsdóttir og Davíð
Þessi mynd prýddi fyrstu ljóðabók Davíðs "Svartar fjaðrir"
Heimildir
Sögueyjan Ísland sótt 25. apríl 2011 af http://www.sagenhaftes-island.is/islenskar-bokmenntir/hofundar/nr/134
Ljósmynd af Davíð með móður sinni sót 22. apríl 2011 af http://www.skaldhus.akureyri.is/ds-mammasofna.html
Ljómynd af Davíð sótt 22. apríl 2011 af http://wiki.khi.is/images/thumb/0/09/Svartar_fja%C3%B0rir.jpg/180px-Svartar_fja%C3%B0rir.jpg