Þessi námsþáttur eru 8 kennslustundir.
Mikilvægt er að kennari sé búin að lesa "Sólon Íslandur" eftir Davíð Stefánsson, "Snert hörpu mína" Ævisögu Davíðs eftir Friðrik G. Olgeirsson og "Svartar fjaðrir" fyrstu ljóðabók Davíðs. Einnig er mjög gagnlegt að vera búin að heimsækja Davíðshús áður en farið er með bekkinn í heimsókn.
Í námskrá um íslensku segir: "Í lýðræðisþjóðfélagi er brýnt að geta tekið virkan þátt í umræðum af ýmsu tagi þar sem móðurmálið er mikilvægt samskiptatæki. Nauðsynlegt er að geta tjáð skoðanir sínar í námi, starfi, félagslífi og einkalífi. Þeir sem hafa gott vald á töluðu máli, framsögn og samræðum eru færir um að taka virkan þátt í samfélagsumræðunni og eiga jafnan auðvelt með að miðla af þekkingu sinni".
Einnig segir: "Mikilvægt er að nemendur þjálfist í að segja skipulega frá og gera grein fyrir kunnáttu sinni og skoðunum. Frá upphafi skólagöngu þarf að leggja áherslu á að nemendur æfist í að tjá sig og fái leiðsögn um framsögn og skýran framburð. Gott vald á munnlegri tjáningu í móðurmáli er undirstaða tungumálanáms og nýtist í öllum öðrum námsgreinum".
Hópur eitt: Kynnir sér netleiðangurinn les "Svartar fjaðrir" og skrifa stutta greinagerð um ljóðagerð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn á einnig að bera saman nútímaljóðagerð (Hópurinn má velja nútímaskáld ) og ljóð Davíðs Stefánssonar. Hópurinn velur nokkur ljóð til að lesa á skáldakvöldi bæði eftir Davíð og það nútímaskáld sem hópurinn kýs.
Hópur tvö: Kynnir sér netleiðangurinn og les skáldsögur Davíðs "Sólon Íslandus" um Sölva Helgason og veltir fyrir sér hvað fólst í því að vera förumaður eða flakkari og skrifar stutta grein um Sölva Helgason sem hópurinn les á skáldakvöldi. Tilvalið að sýna myndir af listaverkum eftir Sölva meðan lesið er upp. Tilvalið að hópurinn skipti með sér verkum við lesturinn skiptið bókinni í 4 hluta og hver nemandi skrifar úrdrátt úr þeim hluta sem honum verður úthlutað.
Hópur þrjú: Kynnir sér netleiðangurinn og les "Snert hörpu mína" bók Friðriks Olgeirssonar um Davíð og skrifar úrdrátt um ævi Davíðs sem hópurinn les á skáldakvöldi, einnig tilvalið að sýna nokkrar myndir meðan lesið er upp. Tilvalið að hópurinn skipti með sér verkum við lesturinn.
Hópur fjögur: Kynnir sér netleiðangurinn og fer í Davíðshús og skrifar greinagerð um heimili Daviðs og auðvitað tilvalið að fjalla um málverkin sem hanga á heimili hans. Í holinu er stórt verk eftir Sölva Helgason einnig er mjog fallegt málverkið í stofunni eftir Kjarval. Davíð var mikill fagurkeri. Á skáldakvöldinu segir hópurinn frá heimilinu hans og tilvalið að sýna myndir um leið og fyrirlesturinn er fluttur. Á þessu póstfangi má panta leiðsögn í Davíðshúsi mailto:safnkennsla@akureyri.is
"Nakið fólk við tré" Málverk eftir Kjarval
Markmið netleiðangurs er að nemendur kynnist skáldinu Davíð Stefánsyni, heimilinu hans, skáldsögu og ljóðum og velti fyrir sér hvernig var að vera skáld á Akureyri um miðbik síðustu aldar.
Davíð Stefánsson hæfði ungu kynslóðina beint í hjartastað árið 1919 með ljóðum sínum. Hann orti um ástina á opinskárri hátt en áður hafði tíðkast og mátti með sanni segja að með „Svörtum fjöðrun“ hafi verið sleginn nýr tónn í íslenskri ljóðagerð. Ljóðagerð Davíðs var margslungin og fögur og sannarlega má margt læra af mælsku hans og ástríðu.
Markmið er einnig að nemendur kynnist förumanninum og listamanninum Sölva Helgasyni en Skáldsaga Davíðs "Sólon Íslandus" byggir á ævi Sölva Helgasonar.
Leiðangurinn er hugsaður fyrir 10. bekk í íslensku.
Í námskrá um íslensku segir: "Menningarlæsi má skilgreina sem hæfni til að njóta menningar og vilja til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt. Íslenskt samfélag verður sífellt fjölmenningarlegra og með umfjöllun um bókmenntir, kvikmyndir, leiksýningar og frásagnir ýmiss konar eykst menningarlæsi nemenda og víðsýni".
Einnig segir :
"Miklu skiptir að allir nemendur fái viðfangsefni í samræmi við þroska, hæfileika og áhugamál, þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og öðlist hæfni í að leysa verkefni í samstarfi við aðra. Viðfangsefni nemenda í íslenskunámi þurfa að vera fjölbreytt og bæði stór og smá".
Mikilvægt að skipt sé þannig í hópa að allir fái verkefni við sitt hæfi
Bókaherbergið
Ljóðakvöldið í Deiglunni er hugsað sem uppskeruhátíð þar sem hóparnir kynna vinnu sína munnlega og með myndum.
Fyrstu tvær kennslustundir hefjast með innlögn frá kennara þar sem hann segir frá Davíð þvi næst er farið í heimsókn í Davíðshús. Davíð var mikill fagurkeri og á heimili hans má sjá falleg listaverk, bækur og forna muni. Safnaheimsókn má panta hér: https://sites.google.com/site/safnakennsla/
Kennslustundir fram að skáldakvöldi verða síðan nýttar í verkefnavinnu og samræður þar sem hóparnir fá tækifæri til að tjá sig og þjálfast í að segja skipulega frá og gera grein fyrir kunnáttu sinni, skoðunum og framvindu verkefnis.
Skáldakvöldið verður í Deiglunni í Listagilinu og æskilegt að nemendur fái að móta það sem mest sjálfir.
Þessum námsþætti lýkur með skáldakvöldi en þar munu nemendur kynna verkefni sín og lesa upp ljóð eftir Davíð Stefánsson. Í námskrá segir: Umræðum og samvinnuaðferðum ýmiss konar má gjarnan beita í stórum verkefnum. Þjálfun í framsögn, upplestri og tjáningu á að skipa veglegan sess því hún styrkir sjálfsöryggi nemenda og stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd.
Davíð átti eitt stærsta einkabókasafn á landinu
Heimildir
Mennta og menningarmálaráðuneitið/Aðalnámskrá grunnskóla: Íslenska sótt 22. apríl 2011 af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/3953
Ljósmyndir í eigu Brynhildar Kristinsdóttur