Kæru nemendur! Markmið þessa netleiðangurs er að þið kynnist skáldinu Davíð Stefánsyni sem bjó á Akureyri. Davíð hæfði ungu kynslóðina beint í hjartastað árið 1919 með ljóðum sínum. Hann orti um ástina á opinskárri hátt en áður hafði tíðkast og mátti með sanni segja að með „Svörtum fjöðrun“ hafi verið sleginn nýr tónn í íslenskri ljóðagerð. Ljóðagerð Davíðs var margslungin og fögur og sannarlega má margt læra af mælsku hans og ástríðu. Með leiðangri þessum vonast ég til að þið nemendur veltið því fyrir ykkur hvernig var að vera skáld á Akureyri um miðbik síðustu aldar en Davíð fæddist 1895 en dó 1964.
Davíð stefánsson og Davíð Stefánson og Davíð Stefánsson