Markmiðið er að nemendur auki vitund sína á mikilvægi heilbrigðra lífshátta. Fræðist um leiðir til þess að efla heilsufar s.s. með því að tileinka sér markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsuræktar. Auki þekkingu á upphitun, teygjum, meiðslaforvörnum og mikilvægi hollrar fæðu og nægjanlegs svefns. Nemendur fara í allskonar leiki, hreyfingu og íþróttagreinar bæði inni og úti.