Í bókaklúbbnum verða lesnar bækur.
Þátttakendur í klúbbnum munu velja úr nokkrum bókum sem kennari ákveður til að byrja með.
Fjallað verður um nokkur helstu hugtök í bókmenntum, s.s: persónur, sögusvið, tíma og umhverfi en aðaláherslan verður á að lesa til gamans og þjálfast í samræðu um efni bókanna.
Síðan geta nemendur komið með hugmyndir að bókum til að lesa og spjalla um.