Kynnt verða hin ýmsu borðspil, hópaspil og samvinnuspil. Er ætlað nemendum sem finnst gaman að spila eða vilja öðlast meiri þekkingu á spilum. Þetta eykur félagsleg samskipti, en í gegnum spil gefst gott tækifæri að þjálfa ýmsa félagslega þætti, s.s. samvinnu, samskiptareglur, að tapa, að sigra og gleðjast með öðrum.