Val í 5. -7. bekk í Síðuskóla vorið 2021
Eftir páska verður boðið upp á val á miðstigi svipað því sem hefur verið á unglingastigi. Þetta er prufa hjá okkur og ef vel tekst til verður val á miðstigi í boði á næsta skólaári.
Valið fer þannig fram að nemendur velja það sem þeir hafa mestan áhuga á að prófa. Til að nemendur fái að prófa fleiri en eina grein þá ákváðum við að bjóða 2x4 skipti þ.e. nemandi getur verið í einni grein í apríl og annarri í maí. Notaðar verða tvær kennslustundir á miðvikudögum fyrir valgreinarnar.
Nemendur velja 4 valgreinar, númer eitt sem þeir hafa mestan áhuga á og svo koll af kolli. Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda.
Hér fyrir neðan má sjá lýsingar á þeim valgreinum sem verða í boði.