Menntabúðir eru ein leið til starfsþróunar og hafa verið áberandi í starfsþróun kennara síðustu ár. Markmið menntabúða er að miðla þekkingu og reynslu á jafningjagrundvelli, bjóða upp á tækifæri til að prófa og tileinka sér nýjungar, efla tengslanet og eiga samtal um starfsþróun með tækni (Carpenter og Linton, 2018). Síðustu ár hafa kennarar myndað með sér óformleg starfssamfélög á samfélagsmiðlum. Má þar nefna dæmi um menntaspjallið á Twitter og Skólaþróunarspjallið á Facebook. Í þróunarstarfi er lögð áhersla á að ýta undir og styðja við slíka faghópa á netinu (Skúlína Hlíf Kjartansdóttir o.fl., 2020; Sólveig Jakobsdóttir, 2020; Sólveig Jakobsdóttir o.fl., 2013).
Reglulega höldum við menntabúðir þar sem kennurum gefst tækifæri á að koma saman, miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Markmið menntabúðanna er að skapa vettvang fyrir kennara til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni í tengslum við skapandi og fjölbreytt skólastarf með notkun tækninnar og verkefnum í anda sköpunarsmiðja.
Dagskrá og kynning á vinnustofum
Vinnustofur (glærur og vefsíður)
Menntabúðir í Ingunnarskóla 2. nóvember
Vesturbæjarskóli / Ingunnarskóli / Selásskóli
Vesturbæjarskóli - Inngangserindi
Fjarmenntabúðir
Eftir hverjar menntabúðir er send spurningarkönnun á þátttakendur. Tilgangur með þeirri könnun er að skoða hvernig til hefur tekist og að fá ábendingar hjá þátttakendum um næstu menntabúðir. Hér er hægt að sjá niðurstöður úr þeim könnunum sem gerðar hafa verið:
Heimamenntabúðir
Menntabúðir ágúst - október
Menntabúðir í Vesturbæjarskóla 9. nóvember 2021