„Austur-Vestur“ Sköpunarsmiðjur.
Dagskrá 15.ágúst 2019
8:30-9:10 Ingvi Hrannar Ómarsson
9:10-10:00 Kaffihlé - Boðið er upp á hressingu í matsal Ingunnarskóla.
Hver gestur velur sér tvær smiðjur til að taka þátt í, annars vegar kl. 10:00 og hins vegar kl. 11:15
10:00-11:15 Smiðjur – Sömu viðfangsefni eru í boði kl. 10:00 og svo aftur kl.11:15
11:15-12:30 Smiðjur – Sömu viðfangsefni eru í boði kl. 10:00 og svo aftur kl.11:15
Boðið er upp á eftirfarandi smiðjur:
1. Green screen - Umsjón Erla Stefánsdóttir. Tónmenntastofa.
2. Rafleiðni og miðlun, Makey Makey - Umsjón Hildur Rudólfsdóttir. Glaðheimar (7. bekkur)
3. Bland í poka - Umsjón Bjarndís Fjóla Jónsdóttir. Hulduheimar (3. bekkur)
4. Osmo forritun- Umsjón Rósa Harðardóttir. Lyngheimar (9. bekkur)
5. Breakeout – Umsjón Hildur Arna Hakonsson. Goðheimar (5. bekkur)
6. Ruby Goldberg - Umsjón Gunnlaugur Smárason. Ljósheimar (8. bekkur)
7. Margt smátt gerir eitt stórt - Umsjón Helga Magnúsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir. Álfheimar (2. bekkur)
8. Make Do - Umsjón Ingvi Hrannar Ómarsson. Dynheimar (10. bekkur)
Við bókasafn skólans
Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefnastjóri hjá NÝMIÐ
Búnaðarbanki Skóla- og frístundasviðs
Kynning á búnaði og þjónustu Búnaðarbanka SFS í Mixtúru. Hægt verður að prófa og skoða hluta af búnaði bankans. Sjá http://mixtura.is og http://bunadarbankinn.lend-engine-app.com
Green Screen
Green Screen er eitt af þessum öppum sem allir kennarar þurfa að vita um. Hægt er að nota Green Screen í öllum námsgreinum. Á námskeiðinu verður rætt um hvernig appið nýtist í hinum ýmsu kennslugreinum. Þátttakendur læra að nota appið og vinna lítið verkefni. Ein af sex grunnstoðum Aðalnámskrár grunnskóla er sköpun.
Rafleiðni og miðlun
Kynnt verða til sögunnar nokkur verkfæri sem sameina einföld rafrásafræði, upplýsingatækni og miðlun á mismunandi formi. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram með leiðni límbandi, leiðni málningu, álpappír og hefðbundnum vírum. Unnið verður með tæki og tól sem henta öllum aldurshópum og getustigum. Glærur
Bland í poka
Kynning á hagnýtum UT verkfærum sem þægilegt er að bæta við í verkefnavinnu. Hugmyndir að skemmtilegum ísbrjótum fyrir komandi skólaár. Blanda af verkfærum Google skólaumhverfisins og smáforritum. Áhersla á sköpun með mynd- og hljóðvinnslu.
Osmo
Osmo er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í Osmo örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi í grunnskóla. Glærur
Breakout Edu
Breakout Edu er frábær viðbót við kennsluaðferðir í kennslustofunni. Markmiðið er að leysa vandamál áður en tíminn rennur út. Til þess nýta nemendur vísbendingar sem opna allskonar lása sem læsa hlutum. Þannig vinna nemendur með þrautalausnir sem reyna á samvinnu og samræður, að hugsa út fyrir kassann auk þrautseigju. Kostir Breakout Edu er að það er frábært tæki til að samþætta námsgreinar, frábært hópefli og þá má auðveldlega nýta það sem kveikju eða upprifjun á námsefni. Best af öllu er þó hversu skemmtilegt það er.
Breakout Edu hentar öllum aldri og öllum námsgreinum. Glærur
Ruby Goldberg
Gunnlaugur Smárason kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi hefur í þrjú ár brotið upp stærðfræðikennsluna sína í 10. bekk með því að láta nemendur búa til tilgangslausar vélar.
Verkefnið gengur út á að nemendur eiga að búa til tilgangslausa vél sem inniheldur a.m.k. sex mismunandi skref. Nemendur nota að mestu verðlaust drasl í vélina ásamt því að fá kubba og annað nytsamlegt dót lánað.
Almenn ánægja er með verkefnið og má með sanni segja að uppbrot sem þetta ætti að vera oftar í skólastarfinu.
Nemendur læra mikið á verkefninu þá sérstaklega samvinnu og að hlusta á skoðanir annara. Þau þurfa að leita lausna á ýmsum vandamálum sem koma upp og finn leiðir til að leiðrétta vélina þegar hún fer út af sporinu. Gunnlaugur mun sýna eldri verkefni frá nemendum, spjalla og leyfa kennurum gera sína eigin tilgangslausu vél.
Ruby Goldberg vélar nemenda úr grunnskólanum í Stykkishólmi:
Verkefnalýsing:
Margt smátt gerir eitt stórt
Hvernig býr heill bekkur til eina stuttmynd?
Við unnum stuttmynd á síðasta skólaári með umsjónarnemendum Helgu. Verkefnið tók langan tíma en á þessum tíma lærðum við heil mikið um það hvað þarf til að stuttmynd verði að veruleika. Samþætting námsgreina og lykilhæfni nemenda spila stórt hlutverk. Á þessari leið komu styrkleikar nemenda vel í ljós. Glærur
Í þessari smiðju langar okkur að miðla til ykkar hvernig við undirbjuggum þetta verkefni og aðstoða áhugasama að hefja undirbúning á eins eða sambærilegu verkefni. Stuttmyndin Ferðin til ömmu.
https://youtu.be/P-dXHi0GvH4 6. HM í Setbergsskóla 2019; stuttmyndin ,,Ferðin til ömmu”. - YouTube<https://youtu.be/P-dXHi0GvH4>
youtu.be
Nemendur í 6. HM unnu stuttmynd í tilefni af 30 ára afmæli Setbergsskóla. Þetta var heildstætt tveggja mánaða verkefni þar sem unnið var frá hugmynd til myndar.
Umfjöllun um verkefnið.
Makedo
Pappasköpun þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för.
Make Do eru skrúfur og verkfæri sem eru ætluð til þess að setja saman og hanna gagnlega hluti úr endurvinnanlegu efni.
Þátttakendur fá klukkutíma og þurfa að nota pappakassa, skrúfur, límband og ímyndunaraflið.
“The awesomeness of Makedo is that children learn by doing, creating, experimenting, failing and maybe succeeding but that's not essential."
Minnum fólk á að taka með fartölvur eða spjaldtölvur.