Menntabúðir 11. febrúar í Selásskóla kl. 14:00 - 16:15
Dagskrá:
Kaffi 14:00 -14:30
Menntabúðir
14:30 - 15:00
15:05 - 15:35
15:40 - 16:10
Anna María Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi í upplýsingatækni í Hörðuvallaskóla
20 prósent verkefni - kynning og hugmyndir
Í Hörðuvallaskóla hafa allir nemendur frá 7. bekk og upp í 10. bekk verið að vinna að áhugasviðsverkefnum í vetur. Þetta gera þeir að mestu í eigin tíma en fá svo tvær vikur í vor til að klára verkefni og undirbúa kynningar á verkefnunum sínum. Þetta er byggt á 20time.org hugmyndafræðinni og það er óhætt að mæla með svona verkefnum í skólum. Verkefnið var líka notað fyrir bráðgera nemendur í 5. bekk á síðasta skólaári með ágætum árangri. Sagt verður frá fyrirkomulagi verkefnisins og nokkrum hugmyndum nemenda.
Skólarnir kynna verkefni
Ipadd í kennslu: Bergljót Bergsdóttir og Halldóra Valgarðsdóttir kennarar í 4. bekk í Selásskóla - kynning á 1:1 í 4. bekk. Bergþóra og Halldóra hafa í vetur breytt kennsluháttum hjá sér þannig að þær nota ipada og sköpun meira en áður. Þær segja frá því hvernig vinna hefur verið og kynna ákveðin verkefni sem þær hafa lagt fyrir og hverning það hefur reynst.
Flipgrid: Guðbjörg Bjarnadóttir frá Ingunnarskóla kynnir notkun á Flipgrid.
Sphero: Guðlaug og Haukur frá Vesturbæjarskóla - Fyrstu skref í kennslu á Sphero, hvernig við byrjuðum.
Bergþóra Þórhallsdóttir Kennsluráðgjafi í Kópavogi
Sesaw: Er rafræn skólastofa eða námsferilmappa þar sem nemendur geta unnið og skilað rafrænum verkefnum eða myndum eða myndskeiðum af verkefnum sem þau hafa gert. Kennari getur lagt fyrir verkefni sem nemendur hafa aðgang að inn á ákveðnu svæði. Kennari getur skammtað verkefnin eftir dagatali og einstaklingsmiðað verkefni fyrir hvern og einn nemanda. Seesaw býður upp á safn verkefna, líka á íslensku. Glærur
Nearpod: Með Nearpod getur kennari búið til gagnvirkar glærur þar sem nemendur svara spurningum, teikna og margt fleira. Hægt er að nota gamlar glærukynningar í PowerPoint eða pdf og setja inn í Nearpod. Glærur
Book creator: Er rafbókargerðarapp. Appið virkar eins og rafræn verkefnabók eða stílabók sem gefur fleiri möguleika en þær verkefnabækur og stílabækur sem við þekkjum best.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir kennsluráðgjafi NýMið
Netöryggi og stafræn borgaravitund: Netöryggi þar sem 11. Febrúar er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. vekja athygli á ábyrgð okkar sem kennara um að fræða nemnedur um netöryggi. Benda á kennsluefni og þátttakendur vinna verkefni. Tenglar
Erla Stefánsdóttir Kennsluráðgjafi NýðMið
Stopmotion (greenscreen): Stopmotion er tækni til að búa til stuttmyndir. Teknar eru myndir sem skeytt er saman og mynda þannig hreyfimynd. Hreyfimyndagerð getur verið mjög skemmtileg leið til að segja sögur og hana má nota á öllum skólastigum
Guðrún Vala Ólafsdóttir verkefnastjóri í Vatnsendaskóla
Dash
Dash vélmennið hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína. Vélmennið er einfalt og aðgengilegt í notkun og auðvelt að kynna og kenna yngstu nemendunum forritun í gegnum það. Með Dash koma nokkur smáforrit sem henta mismunandi aldri og getu forritarans. Hægt er að fá aukabúnað með vélmenninu s.s. jarðýtubúnað, boltakastara, legófestingar og sílófón. Sýndar verða hugmyndir að verkefnum og þátttakendur fá að prófa vélmennið. Glærur
Málfríður Bjarnadóttir kennari í Helgafellsskóla
STEM verkefni
Reynsla mín af því að henda mér í djúpu laugina og setja saman STEAM og Makerspace tíma. Kynning á þeim verkefnum sem ég hef framkvæmt, hvaðan ég fæ innblástur og hvernig ég skipulegg tímana. Ég mun fara yfir ferlið, hvað ég hef lært og hvað þarf að hafa í huga. Að lokum fá þátttakendur að prófa eina hönnunaráskorun. Glærur
Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefnastjóri NýMið
Þegar Cricut-Maker hitti Cheerios pakkann
Cricut Maker vélin sem er eitt af nýjustu verkfærunum í Búnaðarbanka SFS verður kynnt til leiks. Með henni er hægt að skera pappa, vínyl-filmur (t.d. fyrir glugga, merkingar og föt), efni, filt, leður og þunnan við. Auk þess getur Cricut-vélin teiknað á efni eða pappír. Við förum yfir hvernig þessi einstaklega meðfærilega vél virkar, sýnum dæmi um endurvinnslu umbúða og ræðum saman um hvernig verkfærið hentar í framsæknu og skapandi skólastarfi.
Verkfærið nýtist til vinnu á mið- og unglingastigi. Glærur
Svava Pétursdóttir lektor HÍ
Ipad sögugerð með Puppet pals: Unnið verður með sögugerð þar sem blandað er saman hefðbundinni listsköpun og tækninni. Hentar helst fyrir kennara á yngsta stigi