8:30-8:40 Setning menntabúða Margrét Einarsdóttir skólastjóri Vesturbæjarskóla
8:40-9:00 Eflandi kennslufræði - Svanborg R. Jónsdóttir
9:00-9:20 Menntun til sjálfbærni - Ásthildur Jónsdóttir
9:20-9:40 Kaffi
9:40-10:40 og 10:50-11:50 Vinnustofur
Erindum var skipt niður á skólana þar sem ekki náðist að halda sameiginlegar menntabúðir
Vinnusmiðja – Grunnferli nýsköpunarmenntar
Dæmi úr skólastarfi, námsefni og aðferðir nýsköpunarmenntar er kynnt stuttlega. Unnið með grunnferli nýsköpunar þar sem þátttakendur velja eina þörf og vinna lausn, kynna eina hugmynd og leggja drög að hugmyndum um möguleika til notkunar í sínu samhengi.
Vinnusmiðja - Unnið sameiginlega með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.
Í vinnusmiðjunni mun Ásthildur vinna listrænt með þátttakendum út frá jöklum með áherslu á áhrif okkar mannanna á vistkerfið. Markmið: Að skapa vettvang fyrir kennara til að prófa þverfagleg, fyrirbærafræðileg verkefni sem fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi hátt með aðferðum list og verkgreina. List- og verkgreinakennarar öðlist nýja sýn inn í málefni náttúrufræði. Náttúrufræðikennarar kynnist vinnuaðferðum lista og hönnunar. Kennarar byggi á fyrri reynslu og leiti leiða til að auka áhuga ungs fólks á náttúrufræðum og málefnum sjálfbærni.
Áhugasviðsverkefni og skapandi vinna ( mið - og efsta stig)
Í þessari vinnustofu kynnast kennarar áhugasviðsverkefnum, þar sem nemendur vinna verkefni eftir eigin áhuga. Einnig er leitað leiða til að hafa kennsluna um hin ýmsu efni skapandi, sama hve gamlir nemendur eru. Farið verður yfir bjargir sem gott er að hafa þegar unnin eru skapandi verkefni og skoðaðar hindranir sem geta orðið á vegi okkar.
Leikur að bókum ( yngsta stig )
Í þessari vinnustofu munu Birte og Imma kynna einfaldar og hagnýtar aðferðir til að vinna með barnabækur og aðrar sögur á lifandi og leikrænan hátt þar sem virk þátttaka barnanna og persónuleg innlifun þeirra gefur þeim dýpri skilning á persónum, söguþræði og söguheimi.
Þær sýna mismunandi útfærslur á þessu með áherslu á sögur úr íslenskum þjóðsagnaheimi. Þær hafa margra ára reynslu af þessum vinnubrögðum í leikskóla en munu á vinnustofunni sýna hvernig hægt er að aðlaga slíka vinnu með nemendum í Ingunnarskóla.
Vinnusmiðja - Sköpun og tækni
Þorvaldur kynnir Snilli- og hönnunarsmiðjur í Salaskóla. Hann er svo með spennandi og skemmtilegan hönnunarleik í lokin. Í Snillismiðju vinna þátttakendur eftir ákveðnu hönnunarferli sem kallast Makerspace á ensku , þar sem mikil áhersla er lögð á að virkja sköpunargáfuna.