Menntabúðir 5. nóvember í Vesturbæjarskóla kl. 14:30 - 16:15
Dagskrá
14:30 Kaffi á Sólvöllum
14:45 - 16:15 menntabúðir
Breakout - Fanney Snorradóttir
Breakout hentar fyrir alla aldurshópa og í öllum námsgreinum. Í Breakout hjálpast nemendur að við að leysa þrautir og hafa til þess ákveðinn tíma. Þeir fá vísbendingar sem þeir nota til að opna nokkra mismunandi lása. Breakout er skemmtileg nálgun á námsefnið og nemendur þjálfa einnig samvinnu, samræður, útsjónarsemi og efla þrautsegju. Í þessari stuttu kynningu munu þátttakendur taka þátt í Breakoutþraut og fá upplýsingar um hvernig þeir geta búið til sinn eigin leik.
Hér má nálgast íslenska Breakout leiki: https://sites.google.com/view/breakoutisland/heim
Ýmis verkefni - Elínborg Siggeirsdóttir
Hvernig getum við nýtt hugmyndafræði um nýsköpun til að auðga og bæta skólastarfið? Kynning og umræður um Makerspace. Verkefni sem hafa verið unnin í Djúpinu í Flataskóla sýnd, bæði stök verkefni og einnig stærri samþætt verkefni.
Tannburstaskrímsli - Eyþór Bjarki
Í þessu verkefni lærir þú að búa til burstavélmenni sem er einfalt vélmenni búið til úr tannbursta og titringsmótor. Verkefnið hentar krökkum allt frá 5 ára aldri þar sem það er bæði einfalt og skemmtilegt.
Notaðu sköpunarhæfileika þína til að að búa til þitt eigið burstavélmenni.
Sphero í kennslu - Hafdís María Matsdóttir
Sphero Sprk+ er lítill þjarkur sem ekur um inni í kúluskel. Honum má stýra með fjarstýringu eða með því að skrifa forrit og senda það yfir á þjarkinn.
Á síðustu árum hafa komið fram margar gerðir þjarka sem henta vel til forritunarkennslu. Hver þeirra hefur ákveðna kosti og galla. Sphero er smár, kvikur og með afar skemmtilega hönnun þar sem þjarkurinn sjálfur ekur um í kúluskelinni eins og hamstur. Í þessari búð munum við kynnast því hvernig hægt er að nota Sphero í stræðfræðikennslu.
Green screen - Erla Stefánsdóttir
Green Screen er eitt af þessum öppum sem allir kennarar þurfa að vita um. Hægt er að nota Green Screen í öllum námsgreinum. Á námskeiðinu verður rætt um hvernig appið nýtist í hinum ýmsu kennslugreinum. Þátttakendur læra að nota appið og vinna lítið verkefni. Ein af sex grunnstoðum Aðalnámskrár grunnskóla er sköpun.
Flipgrid - Guðbjörg Bjarnadóttir
Flipgrid er vefsvæði og líka smáforrit þar sem hægt er að taka upp stutt myndbönd um efni eða efnisþætti sem fjallað er um hverju sinni. Hægt er að stilla verkefni og skilum nemenda þannig að nemendur geti svarað hver öðrum og gefið hver öðrum endurgjafir eða spurt spurninga.
Gagnvirkt plakat með Makey makey - Sigríður Halldóra
Gagnvirkt veggspjald með MakeyMakey og Scratch. Það er ósjaldan sem nemendur gera veggspjald til að kynna efni sem þeir eru að læra um. En til að virkja sköpunargleðina enn frekar og að fá rödd flestra ef ekki allra nemenda til að hljóma því ekki að leyfa þeim að gera gagnvirkt veggspjald. Til þess er MakeyMakey og Scratch forritunarumhverfið notað. Gagnvirkt veggspjald verður búið til á staðnum sem hægt verður að taka með sér heim og nota strax daginn eftir. Þeir sem ætla að fá sem mest út úr menntabúðinni ættu að hafa með sér fartölvuna og MakeyMakey ef þið hafið tök á. Glærur
STE(A)M og ChatterPix - Linda Sverrisdóttir og Arna Björk H. Gunnarsdóttir
Skóverkefni: STE(A)M verkefni sem hentar á öllum stigum grunnskólans. Nemendur búa til skó úr málningarlímbandi og dagblöðum.
Verkefnið snýst um að búa til skópar úr dagblöðum og málningarlímbandi. Einn úr hópnum þarf að komast í og úr skónum án þess að þeir rifni. Að lokum er smá "keppni" þar sem gengið er í þeim ákveðna vegalengd. Unnið er mikið með samvinnu, að hlusta á alla, málamiðlun auk þess að hanna, finna lausnir og prófa skóna. Umræður eru fyrir og eftir tímana og unnin skýrsla um verkefnið í lokin.
ChatterPix: Kynning á ChatterPix appinu og möguleikum þess í kennslu. Hentar vel á yngra- og miðstigi. Sögugerð: sýnd mismunandi ritunarform við uppbyggingu sagna.
Nemendur teiknuðu sitt eigið skrímsli, furðudýr, álf eða einhverja veru. Þeir skrifuðu stutta kynningu um veruna sína og lásu inn á app sem heitir Chatterpix. Verkefnið var sem sagt að teikna veru, semja kynningu, taka mynd af verunni og svo tala inn á appið fyrir veruna.
https://www.youtube.com/watch?v=tmZZz3cjNgk&feature=youtu.be
https://www.youtube.com/watch?v=yB2Ad1Ucnx4&feature=youtu.be