13:00 Kaffi og spjall
13:15 Setning menntabúða
13:20 Samvinna og sköpun frá austri til vesturs og til baka - Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
13:30 Byggingarlist og börn - Guja Dögg
14:00 Kaffipása
14:10 Vinnustofur 1
15:00 Vinnustofur 2
15:40 Menntabúðum lýkur
15:45 Gleðistund
Erindi Guju Daggar BYGGINGARLIST OG BÖRN gefur innsýn í það skemmtilega þróunarstarf sem fyrir liggur í kennslu byggingarlistar fyrir börn, jafnt hér heima og erlendis. Hvað er byggingarlist fyrir börn? Hvers vegna að kenna byggingarlist börnum? Hvernig er byggingarlist kynnt fyrir börnum? Höfundur mun kynna námsefni sitt BORG OG BÝ og BYGGINGARLIST Í AUGNHÆÐ sem þróað er í kjölfar skapandi tilraunastarfs á Norðurlöndunum og hér heima. Námsefninu er ætlað að koma til móts við vaxandi áhuga á manngerðu umhverfi byggingarlistar ásamt nýjum nálgunum í námi út frá persónulegri upplifun og tjáningu nemenda. Út frá yfirskriftunum Heima, Inni og Úti er stigið inn í margvísleg verkefni eða listsmiðjur með áherslu á "learning by doing" og "design thinking", það er að nema í gegnum þrívíða, líkamlega byggingu og vandalausnir. Viðfangsefnið sprettur fram af vaxandi vitund um mikilvægi þess að vera læs á umhverfið, bæði náttúrulegt og manngert. Það tengist líka breyttum áherslum í námi, þar sem eðlislæg sköpunargleði hvers og eins er höfð til grundvallar því að nema, skynja, skilja og tjá sig með það að markmiði að beita þekkingu sinni á lýðræðislegan og gagnrýninn hátt.
Vinnustofa 1: SYKURMOLAKASTALAR er listsmiðja þar sem farið er í grundvallandi byggingarlag þungra bygginga með það að markmiði að átta sig á möguleikum og takmörkunum hlaðinna strúktúra.
Vinnustofa 2 PÍRAMÍDAR Í EGYPTALANDI er listsmiðja þar sem farið er í umbreytingu tvívíðs flatar í þrívítt form með það að markmiði að skilja samhengi forms, efnis og menningar.
Gervigreind - hvernig nýtist gervigreind kennurum í starfi
Gerir starfið fjölbreyttara
Skemmtilegra
Sparar tíma
Vekur áhuga nemenda
Þátttakendur þurfa að koma með eigin tölvu.
Bjarni Sævar Þórsson, Erna Björg Guðlaugsdóttir, Guðrún Þóra Bjarnadóttir, Sigrún Maríu Karlsdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, Þuríður Aðalsteinsdóttir
Hvað er stafræn borgaravitund?
Kynning á nýju námsefni í stafrænni borgaravitund.
Ný vefsíða Vitundin.is
Námskrá - hæfniviðmið - hvernig er best að byrja?
Umræður og hópavinna.
Graphogame er kennsluforrit í lestri sem á uppruna sinn í Finnlandi. Forritið var hannað af sérfræðingum á sviði lestrar og byggir á rannsóknum sem voru gerðar í Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi í þeim tilgangi að greina þætti sem hafa forspárgildi um dyslexíu. Forritið hefur verið staðfært á 11 tungumál og nú síðast á íslensku.
Í apríl og maí á þessu ári var gerð rannsókn á áhrifum íslensku staðfæringarinnar á framfarir nemenda í lestri. Um er að ræða samanburðarrannsókn og voru þátttakendur nemendur í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif það hefur á lestrarfærni nemenda að spila leikinn í 15 mínútur á dag og að skoða hvernig hefði tekist til við staðfæringu forritsins.
Á vinnustofunni verður greint frá innihaldi og uppbyggingu kennsluforritsins og farið yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Auk þess verða leiðbeiningar til kennara kynntar en þessa dagana er verið að leggja lokahönd á þær.
Leitað verður í smiðju Juliet Robertson sem skrifað bókina Dirty teaching: A Beginner's Guide to Learning Outdoors um góð ráð hvað er mikilvægt að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd útináms. Hennar pælingar eru settar í samhengi við rannsóknir og þróunarstarf á sviði útimenntunar á Ísland. Reynt verður að nálgast viðfangsefnið út frá hvernig við getum stutt okkur sjálf og samstarfsfólk okkar í að bæta meiri útveru inn í líf barna – og vonandi líka inn í líf okkar sjálfra.
Hvaða bjargir höfum við til að upplýsa nemendur á yngsta stigi um gervigreind og sýna þeim hana í verki.
Makers Red Box - Framtíðarborgin er verðlaunað kennsluefni frá Ungverjalandi. Nemendur í 6. bekk í Borgaskóla unnu nýsköpunarverkefni þar sem þeir hönnuðu borg sem gæti verið til í framtíðinni.
Á vinnustofunni verður greint frá kennsluferlinu og hvaða tækni var notuð við gerð borgarinnar. Borgin verður til sýnis. Með Lindu verða Þorbjörg Þorsteinsdóttir og Hildur Rudolfsdóttir verkefnastjórar í Mixtúru
Frá árinu 2017 hefur Sinéad starfað sem STEAM kennari við Landakotskóla. Hún hlaut verðlaunin Nýsköpunarkennari ársins hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2023. Hún er með meistaragráðu í hönnun og diplóma í list- og hönnunarkennslu frá Listaháskóla Íslands. Samhliða kennslu- og leiðbeinendareynslu hefur hún 20 ára reynslu af grafískri & UX hönnun og notar þessa þverfaglegu reynslu sína í samstarfsverkefnum í kennslustofunni. Sinéad til dæmis útskýrir hvernig á að skipuleggja skapandi verkefni í samvinnu með kennsluefni í náttúrufræði.
STEAM er kennsluaðferð sem notar vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði sem tól til að leiðbeina fyrirspurnum nemenda, samræðum og gagnrýnni hugsun. Þetta er aðferð sem er þverfagleg og sameinar gagnvirk hugtök úr mörgum greinum. Nemendur taka meðvitaða áhættu, gera tilraunir, halda áfram að leysa vandamál, tileinka sér samvinnu (STEAM). Þau vinna í gegnum skapandi ferli og leggja áherslu á verkefnamiðað nám sem ramma fyrir kannanir og tilraunir.