Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Aðferðir og efni :
skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum og tækni,
Unnið sérstaklega í 1. bekk
Útfærsla og tækni:
nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
Nemendur vinna með litahringinn, grunnformin, forgrunn og bakgrunn. Litablöndun og og hlutföll. Nemendur vinna verkefni sem sýnir barn með regnhlíf. Þríhyrningsform mynda regnhlífina og blanda nemendur 1. stigs litum og útbúa 2. stigs liti við gerð regnhlífarinnar. Rætt er um form og hlutföll, forgrunn og bakgrunn.
Vinnuferli:
útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki
Unnið sérstaklega í 3. bekk
Hugmyndavinna:
unnið út frá kveikju við eigin listsköpun, bæði í tví- og þrívíðu formi.
Unnið sérstaklega í 4. bekk
Tjáning:
tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
Unnið sérstaklega í 1. bekk
Umfjöllun og endurgjöf:
fjallað um eigin verk og annarra
Unnið sérstaklega í 3. bekk
Greining og samhengi :
greint á einfaldan hátt listaverk og myndmál í því
Unnið sérstaklega í 4. bekk
Hugtök :
þekkt hugtök og heiti sem tengjast frumþáttum og lögmálum myndlistar við vinnu verkefna hverju sinni
Nemendur vinna með línu, mynstur, grunnformin, speglun, rými, forgrunn, bakgrunn, skörunn og áferð. Nemendur útbúa gíraffa (línur og mynstur), afríska grímu (speglun, grunnform og mynstur), styttur Hallsteins Sigurðssonar (þrívíð form), regnlífarmynd (litahringurinn) klippimyndir/vetrarskóg eða loftbelgi (rými og skörun), dýraklippimyndir (áferð)
Aðferðir og nálgun:
greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka
Unnið sérstaklega í 3. bekk
Tilgangur og samhengi:
skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar
Unnið sérstaklega í 4. bekk
Stefnur og straumar:
þekkt og gert grein fyrir völdum verkum íslenskra listamanna, lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og þær aðferðir sem beitt var við sköpun verksins
Styttur listamannsinn Hallsteins Sigurðssonar (þrívíð form). Nemendur bæði teikna og vinna styttur í hans anda í keramik.