Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Aðferðir og efni:
notað mismunandi efni, verkfæri, miðla og tækni, á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
Lína í göngutúr: Nemendur vinna með línuna og litahringinn. Þeir kanna möguleika línunnar m.a. með því að búa til mynstur og nýta svo litahringinn til að fá
Útfærsla og tækni:
nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Nemendur fá fræðslu um gagnsemi og hættur internetsins. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund og Netumferðarskólinn.
Vinnuferli:
byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu
Í heimildavinnu er farið yfir áreiðanleika upplýsinga, hvaða netsíðum er hægt að treysta og hvað ber að varast.
Nemendur fá fræðslu um gæði upplýsinga. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund.
Hugmyndavinna:
unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk
Nemendur fá fræðslu um skráningu heimilda samkvæmt kennslubókinni Heimi, handbók um heimildaritun frá mms.is, höfundur Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.
Nemendur hafa unnið með þetta hæfniviðmið í 4. - 6. bekk með bókakynningum. Í 7. bekk vinna þau með heimildaskráningu í þeim verkefnum sem þau eru að vinna hverju sinni þvert á námsgreinar.
Tjáning:
tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu
Nemendur vinna a.m.k. tvö glæruverkefni (Google slides) á vetri, annað er haustverkefni og nefnist Um mig, 5-7 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Hitt er bókakynning þar sem nemandi velur bók sem nýbúið er að lesa í heimalestri eða yndislestri, segir frá söguþræði bókarinnar, aðal- og aukapersónum, höfundi bókarinnar og hvaða aðrar bækur höfundur hefur skrifað. Nemandi þarf að skrá bókina sem heimild aftast í glærusýningunni. Nemendi þarf svo að kynna bókina sína fyrir samnemendum.
Umfjöllun og endurgjöf:
fjallað um eigin verk og annarra
Nemendur vinna nokkur ritunarverkefni með Google Docs yfir veturinn.
Áhersla á að kunna á stillingaramboðin, s.s. að velja letur og stærð leturs, miðja, feitletra, skáletra, gera punktalista, setja inn myndir, töflur o.fl. sem nýtist í ritvinnslu.
Greining og samhengi:
greint á einfaldan hátt listaverk og myndmáls í umhverfinu og samfélaginu
Nemendur vinna nokkur verkefni í töflureikni, fyrst verkefni til að læra inn á stillingaramboðin og svo í tengslum við tölfræði í Stiku.
Töflureiknir: verkefni í Stiku 3a, bls 81. Uppsetning á töflum og gerð formúla til að gera útreikning sjálfvirkan.
Hugtök:
beitt hugtökum og heitum frumþátta og lögmála myndlistar sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni
Nemendur vinna nokkur verkefni, svo sem ljósmyndaratleik og stuttmyndagerð með iPada.
Aðferðir og nálgun:
greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margs konar listaverka
Tilgangur og samhengi:
gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar
Stefnur og straumar:
þekkt og gert grein fyrir völdum verkum íslenskra og erlendra listamanna, lýst þeim og greint og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka.