Matsviðmið í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir list- og verkgreinar.
Námsmat: Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
Upplýsingum um námsmat er haldið til haga í Mentor.
Nemendur fá umsögn í metanlegum hæfniviðmiðum sem eru sýnileg í Mentor.
Leiðsagnarnám: Áhersla er lögð á fjölbreyttar vinnuaðferðir í einstaklings, para og hópvinnu. Mikil samþætting er í námi nemenda og er reynt að tengja lestur við sem flestar námsgreinar.
Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.
B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
C+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.
C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
Við styðjumst við A-D matskvarða í flestum tilfellum en sum verkefni eru þess eðlis að 1-10 (1-100) kvarði eða Lokið/ólokið á betur við.
Nemandi getur unnið markvisst að verkefnum sínum með þeirri tækni sem hann hefur lært. Nýtt sér leikni og áunna tækni í eigin listsköpun við að vinna með hugmynd til loka verkefnis. Beitt og útskýrt hrynjandi og blæbrigði í völdum verkefnum. Lýst á greinargóðan hátt eigin verkum og annarra og beitt til þess viðeigandi orðaforða. Rætt af öryggi tengsl lista og menningar við verkefni sín.
Nemandi getur unnið einföld verkefni með þeirri tækni sem hann hefur lært. Nýtt sér leikni sína í eigin listsköpun við að vinna með hugmynd til loka verkefnis. Beitt hrynjandi og blæbrigðum í verkefnum sínum. Lýst eigin verkum og beitt orðaforða og hugtökum í listum til þess. Rætt um listir og menningu í tengslum við verkefni sín.
Nemandi getur unnið að nokkru leyti einföld verkefni með þeirri tækni sem hann hefur lært. Unnið með aðstoð að listsköpun og unnið með hugmynd til loka verkefnis. Beitt að einhverju leyti hrynjandi og blæbrigðum í verkefnum. Lýst á einfaldan hátt eigin verkum og beitt að einhverju leyti orðaforða og hugtökum í listum til þess. Rætt að vissu marki um listir í tengslum við verkefni sín.
Nemandi getur sýnt frumkvæði og nýtt sér vel viðeigandi aðferðir og tækni við listsköpun. Skapað, útskýrt og sýnt eigin verk sem fela í sér verkferla frá hugmynd til loka verkefnis. Markvisst beitt og útskýrt hrynjandi og blæbrigði í verkefnum. Lýst inntaki eigin verka og annarra, rætt um þau og notað fjölbreyttan orðaforða til þess. Gert vel grein fyrir hlutverki lista og menningar í samfélaginu.
Nemandi getur sýnt frumkvæði og nýtt sér viðeigandi aðferðir og tækni við listsköpun. Skapað, útskýrt og sýnt eigin verk frá hugmynd til loka verkefnis. Beitt og útskýrt hrynjandi og blæbrigði í verkefnum. Lýst og rætt inntak eigin verka og annarra og beitt orðaforða og hugtökum í listum til þess. Rætt um hlutverk lista og menningar í samfélaginu.
Nemandi getur sýnt nokkurt frumkvæði og nýtt sér eitthvað af viðeigandi aðferðum og tækni við listsköpun. Skapað verk og sýnt eigin verk með aðstoð frá hugmynd til loka verkefnis. Beitt að vissu marki hrynjandi og blæbrigðum í verkefnum. Lýst og rætt að einhverju leyti inntak eigin verka og beitt einföldum orðaforða og hugtökum í listum til þess. Rætt að vissu marki um hlutverk lista og menningar í samfélaginu.