Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Aðferðir og efni:
notað mismunandi efni, verkfæri, miðla og tækni, á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
Útfærsla og tækni:
nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun
Þökun/endurtekning/mynstur (Tesselation & Escher). Nemendur þjálfa teiknifærni og vinni með endurtekningu og mynstur.
Nemendur vinna verkefni sem nefnist skórinn minn. Þeir læra að teikna eftir fyrirmynd, vinni með sjónarhorn og línuteikningu
Vinnuferli:
byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu
Nemendur vinna með collage aðferð. Lagt er upp með að þeir geti nýtt sér ýmsar leiðir til að skapa rými og þrívídd á tvívíðum fleti s.s. að gera nef og augu á dýrum.
Hugmyndavinna:
unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk
Nemendur fá fræðslu um skráningu heimilda
Tjáning:
tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu
Umfjöllun og endurgjöf:
fjallað um eigin verk og annarra
Greining og samhengi:
greint á einfaldan hátt listaverk og myndmál í því
Nemendur kynnast listastefu expressjónismans í gegnum fræðslu á listamanninum Edvart Munch. Þeir Þekki hvernig hægt er að beita mismunandi litum til að ná fram ákveðnum áhrifum í mynd, t.d. tilfinningalegum eða rýmisskapandi áhrifum.
Hugtök:
beitt hugtökum og heitum frumþátta og lögmála myndlistar sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni
Aðferðir og nálgun:
greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margs konar listaverka
Tilgangur og samhengi:
gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar
Nemendur kynnist listastefnunni súrrealisma og hugmyndafræði þeirra. Þeir skapa eigin verk í formi klippimynd og blandaðrar tækni.
Stefnur og straumar:
þekkt og gert grein fyrir völdum verkum íslenskra og erlendra listamanna, lýst þeim og greint og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka.