21.2.3
Alls staðar í umhverfi okkar er sjónrænt áreiti sem mikilvægt er fyrir nemendur okkar að læra að lesa og greina. Í sjónlistum er unnið markvisst með skynjun, greiningu og túlkun sem veitir nemendum forsendur til að sjá það sem þeir horfa á, heyra það sem þeir hlusta á, finna það sem þeir snerta og skapa út frá reynslunni.
Í sjónlistum öðlast nemendur tækifæri til að tjá sig án orða, vinna á gagnrýninn hátt með málefni daglegs lífs og með ímyndunaraflið. Slík reynsla veitir nemendum forsendur til að læra að þekkja sjálfa sig bæði í tengslum við náttúruna og efnisheiminn.
Um sjónlistir í Aðalnámskrá grunnskóla
t