Bókin Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu fjallar um Bjarna og bekkjarfélaga hans sem eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Einn morgun vaknar Bjarni og tekur eftir því að allt er hulið snjó, þó að samkvæmt dagatalinu eigi að vera vor. Hann skilur ekki alveg hvernig þetta getur staðist og fer að velta fyrir sér veðrinu, árstíðunum og því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Í sögunni koma fram fjórar árstíðarverur sm virðast vera ósáttar hver við aðra, sem skýrir hvers vegna veðrið hagar sér öðruvísi en búast má við.
Bókin hentar vel til fræðslu um árstíðir fyrir 5–6 ára börn þar sem hún byggir á aðstæðum sem börn þekkja úr eigin lífi. Í sögunni eru árstíðirnar persónugerðar sem annars eru nokkuð flókin hugtök. Slík framsetning styður við hugmyndaflug, eykur áhuga og hjálpar börnum að átta sig á einkennum hverrar árstíðar, svo sem veðurfar og breytingum í umhverfinu. Textinn er skrifaður á skýru og einföldu máli sem hentar vel til upplesturs og samtals í hóp, sem styður jafnframt málþroska og lesskilning.
Hér mun koma ítarlega kennsluáætlun með öllu útprentanlegu efni.
geti þekkt einkenni árstíðanna og heiti þeirra.
læri stafinn Áá, stafadrátt og hljóð hans.
læri að halda rétt á blýanti og þjálfi fínhreyfingar.
kynnist gagnvirku lestraraðferðinni Spæjarinn - og leiti af stafnum Áá í texta.
Áður en kom að skiptiheimsóknunum var bókin lesin tvisvar fyrir nemendur hvors skólastigs og lykilorðið árstíðir kynnt fyrir þeim. Voru börnin þá tilbúin að vinna ýmis verkefni þegar að heimsóknunum kom. Hér að neðan má lesa um verkefnin sem voru unnin.
Verkefnin í grunnskólanum...
Blönduðum nemendahópnum er skipt upp í þrennt og fara þeir á milli stöðva í hringekjunni.
Stöð 1: Frjáls leikur þar sem markmiðið er að nemendur deili með öðrum. Áður en leikurinn hefst fer kennari yfir það með nemendum.
Stöð 2: Kennari er með stafainnlögn fyrir bókstafinn Áá, hljóð hans og stafadrátt. Nemendur eru þar m.a. að spora stafinn í loftið og á borði með fingri og spora hann á verkefnablaði. Finna orð sem byrja á bókstafnum og skrifar kennari þau á töfluna. Kennarar voru einnig tilbúnir með fleiri aukaverkefni sem öll tengjast bókinni/þemanu.
Stöð 3: Unnið var með lykilorð bókarinnar, Árstíðir. Farið var yfir bókstafina og hljóð þeirra í orðinu, unnin var krossglíma, nemendur klipptu orðið niður staf fyrir staf og mynduðu það svo aftur með því að líma á blað.
Blönduðum nemendahópnum er skipt upp í þrennt og fara þeir á milli stöðva í hringekjunni.
Stöð 1: Frjáls leikur þar sem markmiðið er að leyfa öðrum að koma inn í miðjum leik. Áður en leikurinn hefst fer kennari yfir það með nemendum.
Stöð 2: í kennslustofunni var stöðvavinna.
A) nemendur leira bókstafinn Áá og lykilorðið á leirmottur.
B) 1-2-6 með tening. Þá kasta nemendur upp tening og ef upp kemur tveir eiga þeir að finna tveggja stafa orð o.s.frv.
C) Gagnvirka lestraraðferðin Spæjarinn er kynntur og nemendur setja sig í hlutverk spæjara og eiga að leita af bókstafnum Áá og lita með yfirstrikunarpenna.
Stöð 3: Gagnvirka lestraraðferðin listamaðurinn er rifjaður upp og fengu allir blað sem á var prentað tré án laufa. Nemendur skreyttu það tréið með litum einhverrar árstíðar.
Verkefnin í leikskólanum...
Blönduðum nemendahópnum er skipt upp í fernt og fara þeir á milli stöðva á deildinni.
Stöð 1: Börnin velja sér eina persónu eða byggingu úr bókinni, teikna hana, lita og klippa hana út. Börnin velja verkinu sínu svo stað á stórum renningi svo úr verður stórt sameiginlegt verk um Árstíðarverurnar.
Stöð 2: Hér er spilað með samsett orð. Börnin skipta stóru spjöldunum á milli sín. Fyrsta barn dregur svo lítið spjald úr bunka og spyr t.d. "hver er með eitthvað með snjó?" og lætur rétt barn hafa sitt spjald, það barn dregur svo næsta spjald og koll af kolli. Þegar börnin eru komin með tvö spjöld sem passar við það stóra segja þau hvert samsetta orðið er.
Stöð 3: Klappa samstöfur. Börnin skiptast á að draga spjöld með orðum úr bókinni og klappa atkvæðin í orðinu.
Stöð 4: Bitsboard Pro. Börnin eru tvö og tvö með eina spjaldtölvu og skiptast á við að draga saman myndir sem ríma, draga fyrsta staf að mynd og skrifa orð.
Blandaðir hópar fara upp í Skógrægt þar sem árstíðarverurnar taka á móti þeim.
verkefni: Börnin hjálpast að við að finna myndir og bókstafi sem kennarar voru búnir að fela vítt og breytt um skóginn áður en börnin komu. Þetta verkefni krefst útsjónarsemi, samvinnu barnanna, hjálpsemi. úthalds og skipulags því myndirnar eru faldar á stóru svæði. Þegar börnin finna mynd, koma þau með hana til baka og skila til réttrar Árstíðarveru og halda svo áfram að leita. Hver mynd er í sex eintökum svo börnin hjálpast líka að við að telja og reikna hversu margar myndir eru ennþá í felum.
verkefni: Leirfígúrur útbúnar á trén og efniviður úr náttúrunni notaður til að skreyta þær. Leirinn er heimatilbúinn og er saltlaus svo hann fari ekki illa með náttúruna. Hann er þó tekinn heim í lok dags því þó hann sé náttúrulegur á hann ekki heima í skóginum. Börnin læra að skilja við náttúruna í sama eða betra ásigkomulagi og þau komu að henni.
Frjáls leikur í lokin þangað til tími er kominn til að halda til baka í skólana. Í frjálsum leik fá börnin gott tækifæri til að tengjast enn betur á milli skólastiga.