Læsi á mörkum skólastiga
Læsi á mörkum skólastiga
Lítil skref á leið til læsis er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla Húsavíkur og Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýst um að byggja brú milli skólastiga og styðja við læsisnám barna frá leikskóla yfir í grunnskóla. Þema verkefnisins er læsi og er það rauði þráðurinn í öllu þróunarstarfinu. Í verkefninu er einnig lögð áhersla á að efla tengsl heimila og skóla og styðja fjölskyldur í að taka virkan þátt í læsisnámi barna.
efla læsisnám barna í leik- og grunnskóla Húsavíkur
auka fræðslu, stuðning og samstarf við foreldra
styrkja samvinnu kennara á mótum skólastiga
skapa samfellu í leik, námi og starfi barna frá leikskóla til grunnskóla