Þetta mótorhjól er smíðað úr krossviði og límt saman með trélími.
Pússað og síðan lakkað/málað að eigin vali.
Efni: 6mm krossviður
9mm krossviður
8mm trétappar
Trélím
Verkfæri : laufsög / tifsög
borvél og 6mm og 8mm borar
sandpappír - fínn og grófur
Þvingur /klemmur
Sagaðu út alla hluta mótorhjólsins með laufsög eða tifsög. Pússaðu og hreinsaðu allar brúnir og gerðu hlutina tilbúna fyrir samsetningu.
Mátaðu hlutina saman og gerðu lagfæringar þannig að hlutarnir passi vel saman.
Límdu hlutana saman með trélími.
Þegar við límum hlutana saman er gott að nota klemmur til að halda hlutunum saman í nokkrar mínútur. Nýttu tækifærið og skafðu/hreinsaðu allt umfram lím sem pressast út um samskeyti.
Þegar hjólið er samsett þarf að pússa yfir það til að það verði allt mjúkt viðkomu.
Að lokum má vaxbera, lakka eða mála hjólið í þeim litum sem þú kýst.