· Borðspil með teningum
· Verður að vera með plúsum. T.d lenda á reit þar sem þú græðir eitthvað, t.d. draga gott spil eða fá stig.
· Verður að vera með mínusum. T.d. reitir þar sem þú ert send/ur á byrjunarreit eða einhver skref til baka. T.d. draga slæmt spil.
· Verður að taka að minnsta kosti 10 mínutur að spila.
· Verður að vera fyrir lágmark tvo leikmenn og hámark 6.
· Verður að hafa kalla eða fígúrur sem sýna hvar hve leikmaður er staddur í leiknum. Hægt að 3D prenta, tálga eða smíða úr tré
· Má búa til peninga eða styrkleikaspjöld
· Spilaborðið þarf að vera úr pappír og má ekki vera stærra en 50x50 sentimetrar.
· Verður að hafa skrifaðar reglur fyrir þá sem vilja læra að spila.
Öll spil eru með markmið. Finnið skýrt markmið fyrir spilið. Um hvað er spilið? Hvernig sigrar leikmaður spilið?
Skoðið önnur borðspil og kynnið ykkur hvernig spilið er. Ludó er til dæmis keppni um að komast á ákveðinn stað í sem fæstum köstum tenings. Matador snýst um að verða ríkasti og eignamesti leikmaðurinn, kaupa götur og hús og geta þannig innheimt sem mestan peninga af þeim sem lenda á götunum.
Hvernig virkar spilið?
Er ákveðin leið? Hvernig er hún farin?
Þarf að safna einhverju? Hvernig er því safnað?
Hverjir eru plúsarnir í spilunum?
Hverjir eru mínusarnir?
Eru peningar? Hvernig eru þeir notaðir?
Eru spjöld til að draga? Hvernig virka þau?
Allir leikir eru með reglum. Ef engar skýrar reglur eru til um hvernig markmiðum spilsins er náð munu leikmenn ekki geta spilað spilið vel og lýkur á að spilið verði ekki skemmtilegt.
Semjið reglur sem stýra leiknum. Ekki er nauðsynlegt að reglurnar séu fullkomnar á þessu stigi því við gætum þurft að breyta þeim síðar þegar við prófum að spila spilið.
Flest spil eru litrík og skrautleg. Karlarnir eða fígúrurnar eru skrautlegar eða lýsandi, spjöld, reitir, miðjan, allt er með myndum og skreytingum.
Efnið er að eigin vali. Mæli með að hafa spilið ekki of flókið til að spara vinnu. Margir nýta sér laserskerann og 3D prentarann til að flýta fyrir vinnunni.
Laserprentað borð
Laserskorið fjall og 3D prentað peð
3D prentaðir teningar