Rafvélar eru tvenns konar:
Rafmótor
Rafall
Rafmótor er vél sem breytir raforku í vélræna orku. Flestir rafmótorar starfa í gegnum samspil segulsviðs mótorsins og rafstraums í vírvinda til að mynda kraft í formi togs sem beitt er á skaft mótorsins.
Rafall er vél sem breytir vélrænni orku í raforku. Rafall er eins byggður og rafmótor, en starfar með öfugu flæði orkunnar, notar hreyfiorku til ða framleiða rafmagn.
Rafvélar og rafmótorar eru mjög algengir. Fjöldamörg heimilistæki eru knúin af rafmótorum, bæði litlum og stórum. Viftur, hrærivélin, rafmagnstannburstinn, uppþvottavélin, þvottavélin og þurrkarinn, fjarstýrði leikfangabíllinn, og LEGO vélmennin eru allt tæki knúin af rafmótorum.
Aflvélin í Tesla og öðrum rafmagnsbílum eru líka rafmótorar.
Í þessu frábæra myndbandi er virkni rafmótors útskýrt á einfaldan hátt.
Rafall notar hreyfiafl til að búa til raforku. Litlir rafalar eru algengir í bílum til að búa til nægt rafmagn til að hlaða rafgeymi bílsins. Stórir rafalar eru í vatnsaflsvirkjunum og vindmyllum og framleiða mikið magn rafmagns
Í þessu frábæra myndbandi er virkni rafals útskýrt á einfaldan hátt.