Brunavélar hitna vegna brennslu á jarðeldsneyti. Ef við myndum ekki kæla brunavél myndi hún ofhitna og að lokum stöðvast vegna hitaþennslu og bráðnunar vélahluta.
Vélar eru ýmist loftkældar eða vatnskældar.
Smærri vélar eins og slátturvélar og mótorhjól hitna það lítið að nóg er að andrúmsloftið kæli vélina. Flugvélar eru einnig loftkældar þar sem nóg er af lofti til að kæla þær.
Algengt er að þekkja loftkældar vélar á blöðum sem eru utan um sylinderana en blöðin auka yfirborð vélarinnar og þar með auka loftkælinguna.
Stærri vélar sem hitna mikið eru vatnskældar. Þá er vatni dælt í gegnum vélina.
Vatn dregur í sig varmann frá vélinni. Heitu vatninu er svo dælt út úr vélinni og í gegnum vatnskassa sem er loftkældur. Kælt vatnið fer svo aftur inn í vélina þar sem það dregur í sig meiri varma. Þessi eilífa hringferð vatnsins er kælikerfi vélarinnar.