Til að átta okkur vel á hvernig gírkassar í ökutækjum og vélum virka þurfum við það þekkja nokkur hugtök og skilja þau.
Vélar í bílum er flókinn vélbúnaður sem býr til snúningskrafta. í Þessum snúningskröftum eru hraði og tog.
Hraði er hve hratt vélin snýst, hve marga snúninga á mínútu hún snýst. Kraftur hraðans er mældur í hestöflum.
Tog er hve mikill kraftur fer í að snúa vélbúnaðinum. Kraftur togsins er mælt í Newton.
Gírkassi er vélbúnaðurinn sem hjálpar okkur að nýta bæði hraðakrafta og togkrafta.
Hér til hliðar eru tvö tannhjól. Græna hjólið er með tvöfalt fleiri tennur en það rauða. Það þýðir að græna hjólið snýst tvöfalt hægar en það rauða. Ef græna hjólið snýst 100 snúninga á mínútu þá snýst það rauða 200 snúninga á mínútu. Þessi stærðarmunur á tannhjólum er það sem kallað er gírun. Talað er um að gíra upp eða gíra niður þegar við erum að breyta snúningi eins og við gerum með þessum grænu og rauðu tannhjólum. Ef krafturinn er í rauða tannhjólinu þá hægjum við á snúningshraðanum með græna tannhjólinu - við gírum niður.
Ef krafturinn er í græna tannhjólinu þá aukum við snúningshraðan með rauða hjólinu - við gírum upp.
Gírkassi er tegund vélbúnaðar sem flytur krafta frá einum stað til annars, til dæmis frá bílvél (mótor) til dekkja.
Í gírkassa eru tannhjól (hjól með tönnum) sem tengjast saman og þegar þau snúast færist snúningskrafturinn frá einum öxli til annars.
Gírkassi er flókinn vélbúnaður með mörgum tannhjólum sem geta tengst hvert öðru og hafa þannig áhrif á hvernig snúningskraftar úr bílvél nýtast til að snúa dekkjum á hagkvæman hátt.
Þegar bíll er í fyrsta gír snýst drifið hægt eða 3:1
Þegar bíll er í öðrum gír snýst drifið hraðar eða 2:1
Þegar bíll er í þriðja gír snýst drifið enn hraðar eða 1.5:1
Þegar bíll er í fjórða gír er algemgt að drifið sé jafnt eða 1:1
Þegar bíll er í fimmta gír snýst drifið hraðast eða 0.5:1
Þessi gírhlutföll eru svona til þess að vélin geti nýtt hestöflin og togkrafta sýna vel. Þetta er auðvelt að sannreyna á reiðhjóli. Í fyrsta gír á reiðhjóli er auvelt að byrja að hjóla en hjólið fer hægt áfram. Þetta hentar mjög vel upp brekkur. Ef við höfum hjólið í efsta gír er mjög erfitt að hjóla af stað en hægt er að hjóla mjög hratt.