Fjöðrunarkerfi ökutækja er ætlað að mýkja aksturinn og stuðla að góðu veggripi. Nokkrar tegundir fjöðrunar eru til en algengast er að nota gorma og dempara í fólksbílum. Fjaðrir eru einnig algengar, sérstaklega í ökutækjum eins og vöruflutningabílum sem þurfa að bera mikinn þunga.