Flest ökutæki hafa einhverjar bremsur til að hjálpa til við að stoppa. Flestar bremsur eru tengdar við dekk ökutækja og hafa áhrif á snúningshraða dekkjanna.
Bremsur á reiðhjólum virka eins og klemma. Þegar tekið er í bremsuhandfangið á stýrinu færast kraftarnir með vír að klemmu við hjólið. Klemman lokast og bremsuklossar gerðir úr gúmmíi klemmast utan um felguna. Viðnámskraftar hjálpa til við að stöðva eða hægja á snúningi dekksins.
Nokkar gerðir af dremsum eru á reiðhjólum. Gúmmípúðar, diskabremsa, og skálabremsa.
Bílar eru margfalt þyngri en reiðhjól og þurfa miklu meiri viðnámskrafta til að hægja á eða stöðva dekk bílsins. Í stað þess að hafa vír eins og á reiðhjólinu er því notaður vökvi til þess að pressa klossunum saman með miklu afli. Bremsur bíla hitna við þessa krafta og eru oftast með svokölluðum kæliraufum til að flytja hita í burtu.
Diskabremsur eru algengastar í fjölskyldubílum. Bremsuklossar úr málmblöndu klemmast utan um bremsudisk úr málmi og viðnámskraftar hjálpa til við að stoppa dekkið.
Skálabremsur eru í eldri bílum og stórum ökutkækjum eins og vörubílum. Sömu viðnámskraftar eru notaðir en í stað þess að klemmast utan um disk ýtast bremsuborðar út inni í skál.
Efnin í bremsuklossum og bremsuborðum eyðast upp með tímanum og þarf að skipta þeim út reglulega fyrir nýja bremsuklossa.
Nokkrar gerðir af efnum eru notuð í bremsuklossa. 1) málmblanda, 2) náttúrulegar trefjar, 3) blanda af málmum og náttúrulegum efnum, 4) keramik.