Smíðaval
Tvær kennslustundir á viku (2x40 mínutur
Valið nær yfir eina lotu og gildir því sem 1 valeining.
Í smíðavali vinna nemendur sjálfstætt að eigin verkefnum úr tré. Kennari aðstoðar nemendur við framkvæmd og leiðbeinir ef við á.
Markmið: Að nemendur geti unnið sjálfstætt í handverksvinnu.
Kennslutilhögun: Kennt er í hönnunarsmiðju skólans. Ætlast er til að nemendur kynnist og nýti sjálfstætt helstu undirstöðuatriði handverks og þekki helstu möguleika til formunar úr tré.
Námsmat: Ástundun og virkni í tímum metin. Lokið/ólokið.