Námsefnið sem við kynnum okkur og lærum í málmsmíðavali er úr bókinni Málsmíði sem gefin var út af Námsgagnastofnun og hægt að sækja af heimasíðu Menntamálastofnunnar, mms.is
Myndbönd eru gerð af kennara eða fengin af Youtube
Stefnt er að því að nemandinn:
þekki algengustu málma
kunni algengustu aðferðir við að hluta niður málma
svo sem klippa, saga og logskera
geti notað beygivélar
kunni aðferðir við að móta málma svo sem hömrun og beygingu
kunni algengustu samsetningaraðferðir málmsmíðinnar svo sem lóðun, suðu, hnoðun
þekki skrúfun og boltun
þekki til yfirborðsmeðferða á málmi svo sem póleringu, hömrun, pússun og málun
kunni grunnaðferðir málmsteypunnar
geti smíðað einfaldan hlut eftir teikningu og málsetningu
geti gert einfalda vinnuteikningu af smíðisgrip
geti smíðað einfalda gripi einsamall
kunni að beita helstu handverkfærum málmsmíðanna
þekki gerð handverkfæra og geti metið gæði þeirra
þekki og geti notað mælitæki og hjálpartæki við uppmerkingar ásamt notkun þeirra
þekki helstu handverkfæri til skrúfuskurðar (snittunar) og kunni að beita þeim
geti valið réttar þjalir fyrir mismunandi efni, t.d. stál, ál og kopar, með tilliti til mismunandi lögunar, nákvæmni og áferðar
geti beitt helstu gerðum hamra með mismunandi
lögun og þyngd
geti notað tommustokk og rennimál
geti beitt helstu hjálpartækjum, t.d. rissnál, vinkli og hringfara við uppmerkingu
kunni vinnubrögð fyrir borun, beygingu, skurð og
klippingu
geti formað einfalda nytjahluti.
Öryggi á vinnustað
1. Slökkvitæki og sjúkrakassi ættu að vera á áberandi stað í vinnustofunni. Aðgangur að rennandi vatni er nauðsynlegur. Einnig er gott ráð að hafa Aloe Vera plöntu því safi úr blöðum hennar er gott brunasmyrsl.
2. Snertu ekki hluti sem eru á eldstæðinu með berum höndum. Vinnuhanskar úr leðri eru nauðsynlegur öryggisbúnaður hvar sem unnið er með eld. Einnota vinilhanskar ættu einnig að vera til taks í vinnustofunni þegar unnið er með ætandi efni en þá á að varast að nota við heita hluti!
3. Þegar þú vinnur með vélknúið tæki áttu ætíð að leita upplýsinga um notkunarreglur og notkunarsvið tækisins. Gættu fyllsta öryggis við borvélar og festu hlutinn sem þú ert að vinna með í borþvingu áður en vélin er sett í gang.
Notaðu hlífðargleraugu og vinnuhanska þegar þú borar með sverum borum. Sítt hár á að hafa undir hárneti eða bundið í tagl. Sérstaklega á þetta við þar sem unnið er með vélar. Tryggja þarf að víður fatnaður, langar reimar og annað sem getur dinglað laust flækist ekki í vélar eða þvælist fyrir við vinnuna.
4. Þar sem unnið er með þunga málmhluti er nauðsynlegt að vera í öryggisskóm.
5. Öryggisgleraugu (ekki mjúk hlífðargleraugu) eru þægileg og geta komið í veg fyrir augnskaða.
6. Loftræsting verður að vera góð, sérstaklega þegar unnið er með lökk, ætandi efni og við lóðningar.
7. Vinnulýsing verður að vera góð og í samræmi við reglur Vinnueftirlitsins. Gott er að hafa Luxo lampa sem hægt er að beina á ýmsa vegu þegar unnin er nákvæmnisvinna.
8. Gættu að því að þú hafir nægilegt rými til þess verks sem unnið er. Sum verk þarfnast mikils rýmis en hægt er að komast af með lítið pláss til annarra verka.
9. Hanskar eru nauðsynlegir við ýmis verk. Hins vegar þarf að velja rétta hanska (stærð og gerð).
10. Þegar unnið er með bitjárnum á ætíð að beita þeim frá líkamanum og nota báðar hendur við verkið.
11. Varastu að beita afli við vinnu þar sem þess er ekki þörf. Góð regla er að festa vinnustykkið á viðeigandi hátt (í skrúfstykki eða hefilbekk) til að auðvelda sér verkið. Það auðveldar alla vinnu að geta beitt báðum höndum við vinnuna.
12. Haltu í góða skapið og vertu jákvæð(ur). Það auðveldar alla vinnu.
13. Verkleg vinna krefst æfingar. Máltækið segir að enginn sé smiður í fyrsta sinn. Verklegri vinnu má líkja við að læra á hljóðfæri eða spila fótbolta. Það verður enginn góður í því nema hann æfi sig!
Í myndbandinu hér til hliðar má sjá hvernig gullkeðja er búin til úr litlum gullbút.
Efni: Málmsmíði - útgefið af Námsgagnastofnun árið 2008
Uppfærður texti og viðbætur: Haukur Hilmarsson